Eimreiðin - 01.10.1952, Page 20
236
TÝNDI FOSSINN
EIMREIÐIN
missir, er ævarandi eign. En helgin, — sá lieilagi dómur,
sem harnsskynjan öldungsins fann, að hvíldi yfir þessum stað,
— firðinum öllum, fjöllum hans og hlíðum, var þar enn eins
og áður. Hún var þar enn. Hans gamla hjarta fann helgi-
lindina jafn hreinlega nú, sem það gerði á æskuárunum,
þegar það var ungt og hraust og fullt af ást og framtíðar-
vonum. Og hjartað gamla fagnaði gæfunni, nærðist og bærð-
ist af návist skaparans, jafnt inni í sál og sinni sem úti í
öllu umhverfinu. Grýtáin gamla hunaði ennþá ung í blóði
og æðum þessa aldraða æskumanns, og týndi fossinn söng
í sál hans töfrandi tóna. Og öldungurinn ungi féll fram a
ásjónu sína og þakkaði gjafaranum góða, sem leyft hafði
honum að líta hér fyrst ljós dagsius, sem hafði leitt harin
víða vegu út um veröldina og aftur hingað — heim. Hjarta
hans var fyllt ómálga fögnuði. Hann fann, að lífið verður
ekki fráskilið gróanda jarðar, gróanda sjálfs sín, gróanda
þess, er gefur. Það á sér hvorki æsku né elli, — það er
óendanlegt — œvarandi. Og týndi fossinn varð enn og aftur
samur og áður — síungur. Hann söng í sálinni sína fornu
æsku-söngva um gjafarann góða, sem einn teiknar, smíðar
og gefur líf og lifandi liti og form, umbúðir ódauðlegra
sálna — og enginn annar. —
Og týndi fossinn titraði og glitraði í ungu tári aldraðs
manns, er kraup undir klettinum, í keri týnda fossins, og
grét, þar sem ungi fossinn áður söng og buldi. — En æsku-
tár öldungsins urðu að varanlegu vatni, eins og (lemantsskær
dropi regns, er geislaði á grjótinu í uppþornuðum farvegi
árinnar, með ljómandi litum, jafnoki hreinustu gimsteina,
fullur fegurðar og birtu.
-s-
HAUST.
Gustur fnæsir fúlt úr nös.
Frosti hræsvelg treður.
Höstugt blæs á hnípin grös
haustsins æsiveður.
örn á SteÖja.