Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Page 23

Eimreiðin - 01.10.1952, Page 23
eimreiðin HERVARNIR 239 um. En þar sem stormar og regn eru hreint og beint búin að feykja og skola öllum jarðvegi burtu, svo ekkert er eftir nema bert og skafið grunnfjallið, ber og skafin klöpp, þar er um alla yfirsjáanlega tíð ómögulegt að græða skóg eða hafa nokkra nytja- rækt. En svo er of víða komið og lífsmöguleikarnir að engu orðnir. Er ísland byggðist, var það víði vaxið milli fjalls og fjöru. Með þeim orðum mun vera átt við það, að landið hafi verið þakið birki- og víði-skógi eða viðarkjarri frá fjöru og upp í kletta í hæstu fjöllum. Skógar uxu norður á Kili og fyrir sunnan Eiríks- jökul. Og enn er hægt að færa sterkar líkur fyrir því, að kjarr hafi vaxið upp í eða upp undir 600 m. hæð yfir sjávarflöt inni á hálendinu. Það, sem setur takmörk fyrir trjágróðri á norður- slóðum, er ef klaki þiðnar ekki, eða ekki svo mikið í jörðu, að hann fyrirmuni viðarrótum að vinna starf sitt. Slíkur klaki mun svo til hvergi vera í jörð á hálendi íslands að sumrinu, nema á hæðarbungum þeim, sem jökull er á. Þó mun þetta ekki rannsakað. þar sem klaki fer úr jörðu að sumrinu, ætti kjarr eða skógur að geta þrifizt, ef ekki vantar jarðveg fyrir ræturnar. Áður en ísland byggðist, átti jurtaríkið hér á landi enga teljandi óvini, nema ef vera kynni einhver skordýr. Jurtimar höfðu einnig haft langan tíma, fyrir bygging landsins, til að leggja undir sig aha þá lífsmöguleika fyrir þær, sem á landinu voru, og líkurnar eru þá fyrir því, að þær hafi gert það. Þetta bendir til þess, að Mndið hljóti að hafa verið gróið eins vítt og grös gátu gróið, og hakið kjarri eða skógi þar, sem nægur eða hæfur jarðvegur var fyrir kjarr eða skóg. En hverjum kemur þetta í hug nú, er hann rennir augum yfir auðnir fjallanna og hálendisins? Menn eru orðnir eyðileggingunni svo vanir frá fyrstu bernsku, að mönnum finnst þetta eigi svo að vera, 0g þetta sé hið eðlilega ástand landsins. Menn hrífast af fegurð og tign landslagsins og syngja: „Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring“, en eygja alls ekki þá hörmungasögu, er liggur að baki þess, sem þeir sjá með augum líkamans. Meðan landið var vaxið skógi og kjarri, fólst í þessu það, að Mndið allt var ræktað eins vítt og skógurinn eða kjarrið óx. hæktun var þetta eins fyrir því, þótt hún væri gerð af náttúr- uunar hendi. í þessari ræktun stóðu mikil auðæfi. Það var til að höndla þetta hnoss, að landið var numið, eða réttara sagt: Það v°ru þessi auðæfi fyrst og fremst, sem gerðu landið byggilegt í aUgum manna þeirrar aldar, þótt sjávaraflinn skipti einnig miklu mali þá. Það, hvernig byggðin var sett, fram um sveitir og dali

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.