Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 28

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 28
244 HERVARNIR EIMREIÐIN fjarstæða. Sá skógur er mestur nytjaskógur, sem hindrar að landið blási upp og gróðurmold þess fjúki eða skolist burt af landinu, eða græðir slík áfallin sár landsins. — Annars gildir það einnig enn, sem gilti í fornöld, að lágvaxnir laufskógar á grasi gróinni grund eru nú sem þá dýrmæt eign sem beitarland. Það fer fjarri því, að slíkir laufskógar þoli ekki beit, án þess að eyðast. Þeir þola aðeins ekki óskynsamlega og hlífðarlausa beit. Þeir þola nú eins mikla beit og þeir þoldu í fomöld, og þó meiri, því nú höfum vér öðlazt fræðslu og þekking í þessum efnum og getum farið eftir henni og látið oss víti hinna fyrri manna að vamaði verða. Það er heldur alls ekki víst, að íslenzka birkið, þótt harð- gert sé, mundi reynast bezta tréð í slíka skóga. Það mætti t. d. vel hugsa sér, að elrið frá Alaska, er svipar til þess, en elur á rótum sínum — líkt og smárinn — bakteríur, er vinna köfnunar- efni úr loftinu, og ræktar með því jarðveginn, þar sem það vex, kynni að reynast betra, svo og víðitegundir, þar sem hentugur jarðvegur er fyrir þær. Við efnagreining hefur t. d. grænlenzkur víðir ekki reynzt lakara fóður en íslenzk taða, og dilkar, er ganga í víði og birkikjörrunum á Grænlandi, verða þriðjungi vænni en dilkar af sama fjárstofni á beztu sauðlöndum hér. Það er fjar- stæða að binda nafn eins og nytjaskóg eingöngu við barrskóga og hávaxin lauftré, þótt hinir lágvöxnu laufskógar gefi ekki af sér mikinn efnivið til smíða eða iðnaðar. Kostir þeirra eru á öðru sviði, sem yfirgróður beitilands, en hann er undirstaða kvikfjár- ræktar, sem gefur af sér matvæli og efnivörur. Lágu laufskógamir geta vaxið á þeim svæðum lands vors, Þar sem barrviðir geta ekki vaxið með hagnaði eða til verulegra nytja- Hugsum oss sem dæmi, að ekki væri hægt að rækta hér barr- skóga með hagnaði í meiri hæð en um 400 m. yfir sjávarflöt- Lágvaxnir laufskógar geta þrifizt í miklu meiri hæð en þetta, óvíst þó enn hve hátt, máske upp í 600 m. hæð yfir sjávarflöt, máske meir. En uppi í þessu f jalllendi eru sumarhagar sauðfénað- arins. Og það er þessi hluti lands vors, sem harðast er orðinn uti af uppblæstri og örfoki og mest ríður á að bjarga frá því að verða alveg algerð gróðurmoldarlaus eyðimörk. Þessum landssvæð- um þarf að bjarga. Það er alls ekki hið eðlilega ástand þessara landssvæða að vera eins og þau eru í dag: uppblásin leirflogi melar, skriður, eyðisandar og gróðurmoldarlitlar eða alveg gróður- moldarlausar grjótauðnir. Eðlilegt ástand þessara svæða er að vera gróin ræktuðu töðugresi, skýldu með lágvöxnum laufskogi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.