Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Page 29

Eimreiðin - 01.10.1952, Page 29
EIMIiEIÐIN HERVARNIR 245 eða kjarri sem yfirgróðri. En vér erum orðin svo vön viðurstyggð eyðileggingarinnar, að vér hugsum ekkert út í þetta og finnst það eðlilegt, að útlit landsins sé eins og það kemur nú fyrir sjónir. Þegar herir erlendra árásarþjóða gera innrás á friðsæl lönd og breyta þeim í auðn með báli og brandi, þá er gripið til vopna gegn °vinunum og eyðileggingunni. Æskulýður landsins og hver vopn- f®r maður er kallaður undir fánana. Sjálfboðaliðar koma hópum saman. Allir leggja sína ýtrustu krafta fram, og enginn skerst ur leik — og ekkert er til sparað. Þá er ekki spurt um það, hvort verkið borgi sig, ekki um það, hvort vörn landsins sé gróðavænleg eða ekki. Vörn landsins er líf þjóðarinnar eða dauði og hátt hafin yfir allan prósentureikning. Og guð veri raunar lofaður fyrir það, aö eitthvað æðra er til en bollaleggingar um hallarekstur eða gróða. En náttúrueyðilegging sú, sem herjað hefur á land vort og f*reytt hefur því að mestu leyti í auðn, herjar látlaust á það og bfeytir því æ meir og meir í fullkomna auðn, er hún ekki eins skæð og erlendur óvinur, sem herjar með báli og brandi? Ég skal ekki mæla þeim ræningjum bót, er fara með báli og brandi. En þeir láta ekki lítið yfir sér. Það lýsir af eldum þeirra, er byggðin brennur. Fallbyssuskothríð þeirra og sprengjuregn er_ hávaðasamt, og aftökuskothryðjur á ættjarðarvinunum eru fréttnæmar. Ekkert er sem þetta til þess fallið að vekja menn til varnar og mikilla dáða. En þessir óvinir, — þótt þeim skuli hér engin bót mælt, — j^ka ekki gróðurmoldinni burt af landinu. Þeir herja einmitt til pss, að leggja undir sig land og lífsmöguleika, en ekki gróður- ausa grjótauðn og skafið berg. En náttúrueyðileggingin vinnur að því ag skola og feykja gróðurmoldinni og þar með lífsmögu- eikunum burt af landinu og skilja eftir skafið berg. Þessi alger- asta eyðilegging allrar eyðileggingar er svo lúmsk, yfirlætislaus hægfara, að eftir henni er lítið eða alls ekkert tekið á hverri andi stund, en hún er sí og æ að verki, og ann sér aldrei hvíldar °S nótt, ár og öld, og um aldir. Og afköst hennar getið þið Se® í ásjónu lands vors. Enn hefur náttúrueyðingin ekki vakið syni og dætur lands vors h varnar. Andstöðulaust hefur hún fengið að vinna verk sitt í e lefu aldir, án þess að heitið geti, að nokkur hafi hreyft hönd a fót til varnar gegn henni. Landar góðir! Er nú ekki fullsofið? Er nú ekki mál að hefjast anda gegn þessum háskalegasta óvini allra óvina, sem sí og æ

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.