Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 32

Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 32
248 HERVARNIR EIMREIÐIN stödd. Ekki er unga fólkið aðeins of fátækt að kurteisi og kunn- áttu í réttri hegðun eða siðfágun, heldur og því miður án siða- lærdóms og vitundar um hvað sé rétt eða rangt, góðum manni samboðið eða ósæmilegt, og lætur um of stjórnast af dýrslegum sjónarmiðum og skepnulegu ófélagslyndi, enda er æskulýðurinn, að því mér sé kunnugt, alinn upp án nokkurrar leiðbeiningar í þessum þýðingarmestu efnum fyrir velferð hans og velferð þjóð- félagsins. Ég vil ekki blanda kristindómi inn í þetta mál. En með- an Helgakver var kennt til fermingar, fólst í því ekki svo lítill kristinn siðalærdómur. En þegar því var hætt, var ekkert látið koma í staðinn, og sjást þess nú allt of glögg merki í breytni manna og dagfari. Einhverjir kunna að gera sér litlar vonir um mannbætandi áhrif slíks þjóðskóla á æskulýð landsins. En þeim vil ég svara: Það fer alveg eftir því, hvernig á þessum málum verður haldið, en á þessu æviskeiði eru menn móttækilegir fyrir áhrifum. Vér ráðum því alveg sjálfir, hvort vér viljum láta æskulýðinn verða fyrir áhrif- um eða ekki, svo og hvort þau áhrif eigi að miða til góðs eða ills- Og er þá vissulega vert að hafa skátafélagsskapinn í huga, við skipulagningu þessara hersveita vorra til baráttu gegn eyðingu landsins og til upprætingar þeirra ódyggða, ómennsku og siðleysis, sem nú hrjáir þjóð vora og byrgir henni sólarsýn. Það er stórum betra og nauðsynlegra að þroska skapgerð manna og mannkosti en að troða í þá svokölluðum skólalærdómi, sem oftast er til lítils gagns eða einskis nýtur án hins. Einhver kann að segja, að þetta sé þegnskylduvinnan gamla- En það er víðs fjarri, að svo sé. Markmið þegnskylduvinnunnar átti að vera það, að útvega ódýrt vinnuafl til arðbærra nytja- starfa, svo sem vegalagninga og brúargerða, ræktunarframkvæmda hjá bændum o. s. frv. Hún var hagspekilegs eðlis, sérskattur a æskumenn, er greiddist með framlagi vinnu. Hér er ekki að rseða um neitt hagsmunamál, heldur um landvörn, útboð til óarðbærra landvarnarstarfa til baráttu gegn náttúruöflum, sem eru markvíst að breyta landi voru í eyðimörk, feykja og skola gróðurmold þess undan fótum vorum, binda enda á lífsmöguleikana í landinu og breyta því í gróðurlausa grjótauðn. Þessi óvinur hefur viðstöðu- laust fengið að herja og eyða landið í ellefu aldir. Nú er fyllilo&a tími til kominn, að honum sé viðnám veitt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.