Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 32
248
HERVARNIR
EIMREIÐIN
stödd. Ekki er unga fólkið aðeins of fátækt að kurteisi og kunn-
áttu í réttri hegðun eða siðfágun, heldur og því miður án siða-
lærdóms og vitundar um hvað sé rétt eða rangt, góðum manni
samboðið eða ósæmilegt, og lætur um of stjórnast af dýrslegum
sjónarmiðum og skepnulegu ófélagslyndi, enda er æskulýðurinn,
að því mér sé kunnugt, alinn upp án nokkurrar leiðbeiningar í
þessum þýðingarmestu efnum fyrir velferð hans og velferð þjóð-
félagsins. Ég vil ekki blanda kristindómi inn í þetta mál. En með-
an Helgakver var kennt til fermingar, fólst í því ekki svo lítill
kristinn siðalærdómur. En þegar því var hætt, var ekkert látið
koma í staðinn, og sjást þess nú allt of glögg merki í breytni
manna og dagfari.
Einhverjir kunna að gera sér litlar vonir um mannbætandi áhrif
slíks þjóðskóla á æskulýð landsins. En þeim vil ég svara: Það fer
alveg eftir því, hvernig á þessum málum verður haldið, en á þessu
æviskeiði eru menn móttækilegir fyrir áhrifum. Vér ráðum því
alveg sjálfir, hvort vér viljum láta æskulýðinn verða fyrir áhrif-
um eða ekki, svo og hvort þau áhrif eigi að miða til góðs eða ills-
Og er þá vissulega vert að hafa skátafélagsskapinn í huga, við
skipulagningu þessara hersveita vorra til baráttu gegn eyðingu
landsins og til upprætingar þeirra ódyggða, ómennsku og siðleysis,
sem nú hrjáir þjóð vora og byrgir henni sólarsýn. Það er stórum
betra og nauðsynlegra að þroska skapgerð manna og mannkosti
en að troða í þá svokölluðum skólalærdómi, sem oftast er til lítils
gagns eða einskis nýtur án hins.
Einhver kann að segja, að þetta sé þegnskylduvinnan gamla-
En það er víðs fjarri, að svo sé. Markmið þegnskylduvinnunnar
átti að vera það, að útvega ódýrt vinnuafl til arðbærra nytja-
starfa, svo sem vegalagninga og brúargerða, ræktunarframkvæmda
hjá bændum o. s. frv. Hún var hagspekilegs eðlis, sérskattur a
æskumenn, er greiddist með framlagi vinnu. Hér er ekki að rseða
um neitt hagsmunamál, heldur um landvörn, útboð til óarðbærra
landvarnarstarfa til baráttu gegn náttúruöflum, sem eru markvíst
að breyta landi voru í eyðimörk, feykja og skola gróðurmold þess
undan fótum vorum, binda enda á lífsmöguleikana í landinu og
breyta því í gróðurlausa grjótauðn. Þessi óvinur hefur viðstöðu-
laust fengið að herja og eyða landið í ellefu aldir. Nú er fyllilo&a
tími til kominn, að honum sé viðnám veitt.