Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 35
cJ^jóóiÁ í göncjuniim.
AÐ var á jólaföstunni eitthvert fyrstu áranna eftir heims-
styrjöldina fyiTÍ. Ártalið sjálft man ég ekki með vissu, enda
skiptir það ekki máli. Aðfangadagurinn rann upp, kaldur og
drungalegur: snjóhraglandi um morguninn, sem breyttist í
krapahríð eftir hádegið, en birti upp með kvöldinu. Ég var um
^essar mundir skrifstofustjóri borgarstjórans í Reykjavík og
hafði meðal annars það vanþakkláta starf á hendi að sinna beiðn-
Urn bágstaddra í bænum, eftir þvi sem fátækranefnd og bæjar-
stjorn lagði fyrir og leyfði —, og að afgreiða þær beiðnir eftir
beztu getu. Ögleymanlegastur samstarfsmanna minna við þau
yerk var Samúel heitinn Ólafsson, fátækrafulltrúi, enda hafði
mest saman við hann að sælda. Þenna vetur var atvinnuleysi
1 kofuðstaðnum með mesta móti og þröngt í búi hjá mörgum.
Afeðal þeirra hjálparbeiðna, sem bárust borgarstjóraskrifstof-
llnni síðustu dagana fyrir jólin, ýmist um hendur fátækrafull-
truanna eða beint, var ein frá verkamanni innarlega í Austur-
kænum. Hann átti fyrir stórri fjölskyldu að sjá, en hafði verið
etvinnulaus um alllangt skeið. Samúel Ólafsson lét þess getið, að
þessi maður óskaði einskis annars en að fá vinnu. Hann vildi
a^s ekki þiggja af sveit, ef annars væri nokkur kostur. En það
Var hægra sagt en gert að útvega mönnum vinnu um þessar
tuundir, — og marga erindisleysuna fórum við, þegar slíkur
vandi var okkur á höndum.
Það var mikið að gera á borgarstjóraskrifstofunni allt frá því
að opnað var um morguninn þenna aðfangadag — og fram á
Kvoid. Um fjögurleytið kom Samúel til að gefa sína skýrslu um
vandamál bágstaddra borgara og beiðnir þeirra um hjálp. Allir,
Sern skrifstofunnar leituðu í nauð, munu hafa fengið einhverja
meðal annars gat Samúel þess, að fjölskyldufaðirirm
gæti fengið atvinnu inni á Kirkjusandi, ef hann
'.reysti sér í það starf, sem þar væri í boði. Ég tók að mér að
aia heim til mannsins þá um kvöldið og tjá honum þetta. Sjálfur
iClusu, og
fyrrnefndi