Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 38

Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 38
Gröndcri og Rabelcris. í smágrein, sem ég sendi Eimreiðinni árið 1949,*) benti ég á það, að Giraldus Cambrensis, 12. aldar maður, hefði notað bækur á sama hátt og Gröndal, til þess að gagnrýna rithöfunda og verk þeirra. Og þar sem ég hef nú rekizt á það, að Rabelais, hinn risa- vaxni ádeiluhöfundur siðaskiptatímanna á Frakklandi (ca. 1490 —1553) hefur gert slíkt hið sama, þykir mér réttast, að biðja Eimreiðina fyrir þessa stuttu greinargerð, og það þótt Gröndal segist ekki hafa lesið Rabelais fyrr en eftir það að hann hafði skrifað Heljarslóðarorustu. Þess má enn geta, að Cer- vantes, sem notar sama stílbragð í Don Quixote, fæddist sex ár- um áður en Rabelais dó og lifði fram til 1616, svo hann hefði að öllum líkindum getað lært það af Rabelais, þótt það þurfi ekki að vera. Hitt er víst, að hinn þýzki ádeiluhöfundur Fischart tók það eftir meistara sínum, Rabelais. Rabelais segist svo frá í formála fyrir II. bók sinni, að ekki sé til betra meðal við tannpínu heldur en að vefja Gargantua- kroníkuna innan í tvo góða líndúka, hita þá vel og leggja þá 3 tannpínustaðinn með dálitlu af dufti í sennepsplástri. . . Fischart skrifaði bók um flær (Flöhatz, Flóafæla) og kom su út í annarri útgáfu 1577. í þeirri útgáfu lætur Fischart mikið af gæðum bókar sinnar. Segir hann, að hún hafi verið svo eftirspurð og vinsæl, að varla hittist svo kofi með tveim til þrem kvenmanns- myndum, að bókin sé þar ekki í góðum félagsskap annarra bóka, og svo mikill sé myndugleikur hennar, að hún sé strax sett við hliðina á katekismanum (fræðunum). Auk þess sé kraftur hennar slíkur, að konurnar þurfi ekki annað en binda bókina á beran bjórinn á sér, þá losni þær þegar í stað við það, að flærnar sting1 þær framar. (Sjá Geschichte der grotesken Satire von Dr. Hein- rich Schneegans. Strassburg, Karl J. Trúbner, 1894, bls. 372—73)- Á dæmum þessum og dæmum Gröndals og Giraldi Cambrensis er þó sá munur, að það sem Gröndal segir um bækurnar er þe|,rl til hnjóðs, en það sem þeir Rabelais og Fischart segja, er þeirn til lofs, enda ummæli um eigin verk. En það er sameiginlegt öllum höfundunum, að á bækurnar er litið sem galdrabækur, hvort sem þær hafa hvítan eða svartan galdur í sér fólginn. Ef bókin er góð, þá er hún góðrar náttúru, annars ekki. Stefán Einarsson. *) Sjá LV. árg., bls. 232—3.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.