Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 40

Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 40
256 HVAÐ ER SANNLEIKUR? eimkeiðin Þó einföld rök, sem Andinn veit, hann opinberi smælingjunum, í sannri auðmýkt sannleiksleit ei síður hjálpar vitringunum. Ei mannbót fæst — þó margt sé kennt — ef mengi vantar kærleikshlýju, því samvizkulaus, síngjörn mennt var svipa heims — að fornu og nýju. GiiSm. Þorsteinsson frá Lundi. Maðuiinn með mykjukvíslinct. Teikning sú, sem hér er birt og er eftir eriendan dráttlistarmann, Gunning King að nafni, lýsir á táknrænan hátt valdi hins lága og lítil- mótiega yfir lífi margra manna. Hins vegar felst ekki í henni nokkur lítilsvirðing á þeim, sem vinna erfiðis- og óþrifastörfin svonefndu, Þv' að þau geta verið og eru oft eins þýðingarmikil og nauðsynleg og hin svokölluðu æðri störf. Myndin sýnir þá, sem gefa sér aldrei tíma til aö lyfta huganum frá því iága í lifinu, en slíka menn og konur er að finna eins meðal ríkra sem fátækra. Maðurinn á rætur í tveimur heim- um og er sjálfur tviskiptur. 1 brjósti hans er háð barátta milli illra afla og góðra. 1 hverjum manni • býr frækorn að háleitri tign og mætti. Hann getur orðið konungur og herra sjálfs sín, drottnað yfir öllu lágu í eðli sínu og öðlazt vist í ríki himnanna þegar hér á jörð. En maður- inn með mykjukvislina er svo sokkinn niður í efnið, að hann sér ekki engilinn við hlið sér, gefur sér ekki tíma til að líta upp, svo að hann megi koma auga á þenna himneska förunaut sinn. Maðurinn með mykjU' kvíslina er í álögum, hyggur sig eingöngu borinn til að strita og starfa i svínastíu lágra hvata og lasta jarðlífsins. Hann rótar álútur í drafinu með kvíslinni sinni og einblínir augunum í sífellu til jarðar. En ef hann fengist aðeins til að líta upp, mundi hann fljótlega skynja þá tign, sem hann getur átt í vændum, og fara að lifa í samræmi við guðdómlega köllun sína. En hann lítur ekki upp, og engillinn við hlið hans bíður, þolinmóður og dapur, eftir því að hann vakni og öðlist lífsins kórónu. Þessi er boðskapur myndarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.