Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 40
256
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
eimkeiðin
Þó einföld rök, sem Andinn veit,
hann opinberi smælingjunum,
í sannri auðmýkt sannleiksleit
ei síður hjálpar vitringunum.
Ei mannbót fæst — þó margt sé kennt —
ef mengi vantar kærleikshlýju,
því samvizkulaus, síngjörn mennt
var svipa heims — að fornu og nýju.
GiiSm. Þorsteinsson
frá Lundi.
Maðuiinn með mykjukvíslinct.
Teikning sú, sem hér er birt og er eftir eriendan dráttlistarmann,
Gunning King að nafni, lýsir á táknrænan hátt valdi hins lága og lítil-
mótiega yfir lífi margra manna. Hins vegar felst ekki í henni nokkur
lítilsvirðing á þeim, sem vinna erfiðis- og óþrifastörfin svonefndu, Þv'
að þau geta verið og eru oft eins þýðingarmikil og nauðsynleg og hin
svokölluðu æðri störf. Myndin sýnir þá, sem gefa sér aldrei tíma til aö
lyfta huganum frá því iága í lifinu, en slíka menn og konur er að
finna eins meðal ríkra sem fátækra. Maðurinn á rætur í tveimur heim-
um og er sjálfur tviskiptur. 1 brjósti hans er háð barátta milli illra afla
og góðra. 1 hverjum manni • býr frækorn að háleitri tign og mætti.
Hann getur orðið konungur og herra sjálfs sín, drottnað yfir öllu lágu
í eðli sínu og öðlazt vist í ríki himnanna þegar hér á jörð. En maður-
inn með mykjukvislina er svo sokkinn niður í efnið, að hann sér ekki
engilinn við hlið sér, gefur sér ekki tíma til að líta upp, svo að hann
megi koma auga á þenna himneska förunaut sinn. Maðurinn með mykjU'
kvíslina er í álögum, hyggur sig eingöngu borinn til að strita og starfa
i svínastíu lágra hvata og lasta jarðlífsins. Hann rótar álútur í drafinu
með kvíslinni sinni og einblínir augunum í sífellu til jarðar. En ef hann
fengist aðeins til að líta upp, mundi hann fljótlega skynja þá tign, sem
hann getur átt í vændum, og fara að lifa í samræmi við guðdómlega
köllun sína. En hann lítur ekki upp, og engillinn við hlið hans bíður,
þolinmóður og dapur, eftir því að hann vakni og öðlist lífsins kórónu.
Þessi er boðskapur myndarinnar.