Eimreiðin - 01.10.1952, Side 43
eimreiðin
ISLANDSVINURINN HANS HYLEN
259
!ega skilið, að hans sé ítarlegar minnzt á íslenzku heldur en gert
hefur verið, en af því tagi veit ég ekki um annað en hina vinsam-
legu og maklegu grein Arnljóts Jónssonar í Vísi 8. maí 1939. Hins
vegar er það allra minnsta þökk, er vér fáum goldið slíkum vel-
gerðarmönnum bókmennta vorra á erlendum vettvangi, að vér
gefum menningar-starfsemi þeirra í vora þágu einhvern gaum,
°g sýnum með þeim hætti, að hún hefur eigi þegjandi fram hjá
oss farið.
I.
Hans Hylen er Rogalendingur að ætt og uppruna, fæddur 8. maí
1876 á bóndabæ innst í Hylsfirði í Rygnafylki (Ryfylke) í Noregi.
Fylkisskólanám stundaði hann 1891—92; lauk gagnfræðaprófi
1894, en kennaraskólaprófi 1901; var sama ár settur kennari að
Sauðá á Rogalandi og fastakennari þar þrem árum síðar. Varð
skólastjóri Flogstad barnaskólans að Sauðá 1927 og gegndi því
starfi samfleytt þar til hann lét af því embætti fyrir aldurs sakir
árið 1946, er hann stóð á sjötugu.
Samhliða kennslustarfinu hefur Hylen, sem er maður óvenju-
lega vel vakandi andlega, stöðugt haldið áfram að mennta sig og
gert sér mikið far um að fylgjast sem bezt með þróun fræðslu-
mála og nýjungum á því sviði. Með styrk úr ríkissjóði sótti hann
kennaranámskeið í Oxford 1909 og á árunum 1910—25 mörg
kennaranámskeið á ýmsum stöðum. Hann stundaði einnig fram-
haldsnám á Kennaraháskólanum að Hlöðum 1922—23.
Hylen tók ennfremur þátt í hinu norræna kennaramóti, sem
haldið var að Laugarvatni í júlí 1938, og rættist þá gamall og
hjartfólginn draumur hans um íslandsför; en bezt er að láta hann
!ýsa þvi með eigin orðum úr formálanum að þýðingasafni hans úr
lslenzku, Millom frendar, og mun lesendum Eimreiðarinnar ekki
Verða skotaskuld úr því að skilja nýnorskuna, jafn skyld og lík
°g hún er íslenzkunni:
>>Like frá ungdomen hev eg arbeidt med islendsk dikting. Dette
arbeidet fekk meg til á stunda etter á fá sjá Island og tala med
fvendane der ute i nordhavet. Og i 1938 vart det endeleg hove
W á gjera ei ferd. Nordenlagi hadde skipa eit lærarskeid pá
folkehegskulen ved Laugarvatn, 95 km. nordost frá Reykjavik,
°g det var herlege dagar. Alt var liksom so forunderleg kjent og
hjært, Ein lyder og minnest dei gamle, sterke tider i dette strenge
°g einslege vinterlandet med grone dalar og blánande tindar millom
hrivkvita fenner. Og nár eg hoyrde dei sterke, ljomande songane