Eimreiðin - 01.10.1952, Page 49
EIMREIÐIN
ÍSLANDSVINURINN HANS HYLEN
265
1 þessu vandaða þýðingasafni; en sem dæmi þess, að þýðanda
lætur einnig sú list að snúa íslenzkum ferskeytlum á nýnorsku,
skal hér tekin með þýðing hans á hinni þjóðfrægu vísu Páls Ólafs-
sonar um heystráin í skóm Ragnhildar, konu hans:
„Eg ynskjer gjerne á vera strá
og visna i skorne dine,
for tvillaust stig du lettast pá
alle lyti mine.“
yert er og að geta þess sérstaklega, að Hylen hefur með sömu
Þryði snúið á nýnorsku þjóðsöngvunum báðum, „Eldgamla ísa-
fold“ 0g fögur er vor fósturjörð", og sjálfum lofsöngnum, „Ó,
Guð vors lands“.
Það var því fögur morgungjöf, sem hinn norski frændi vor og
Velunnari færði íslenzku þjóðinni á hinu söguríka ári 1944, er
a^agamall draumur hennar um endurheimt frelsi rættist með
endurreisn lýðveldis hennar, og ekki má minna vera en vér metum
ems 0g verðugt er þá virku ræktarsemi í vorn garð, sem þetta
Pnýðilega þýðingasafn hins norska frænda vors og hollvinar lýsir
jSV° fagurlega. Með því hefur hann einnig fært út landnám ís-
nzkra bókmennta, og það skiptir vitanlega mestu máli.
. n Hans Hylen hefur eigi látið þar við lenda. Hann hefur einnig
snuið á nýnorsku smásögum eftir þessi íslenzk skáld: Gunnar
u nnnarsson, Jakob Thorarensen, Þóri Bergsson, Ólaf Jóhann Sig-
sson og Ármann Kr. Einarsson, meðal þeirra hinum snilldar-
sonU S°^Um’ »Helfró“ eftir Jakob og „Stökkið" eftir Þóri Bergs-
_°n. Ennfremur hefur Hylen ritað um íslenzkar nútíðarbókmenntir
ræðibókina Norsk Allkunnebok, sem nú er að koma út á veg-
^ýtgáfufélagsins Fonna Forlag í Osló.
þ ,, u*(ium vér íslendingar því Hans Hylen skólastjóra miklar
vora ^ rsekt, sem hann hefur lagt við nútíðarbókmenntir
fyrirr’ og er grein þessari ætlað að vera nokkur þakkarvottur
er lr fl-ú vorri hendi. Hann hefur annars vegar, eins og þegar
bókSagt’ me^ þýðingarstarfsemi sinni víkkað landnám íslenzkra
,-hi]ennra, og hins vegar treyst ættar- og menningarböndin
og frænðÞjóðanna norsku og íslenzku. Vel sé honum fyrir það,
j i)..1 J1 bann sem lengst heill og hugglaður í sæmdarsessi sínum
°rtu kvöldskini langs og nytjaríks ævidags!