Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Page 52

Eimreiðin - 01.10.1952, Page 52
Samanbur ður eftir Árna Jakobsson, Skógarseli- Tilefni þessara lína er það, að nú á þessu ári hafa tveir menn birt lýsingu af aldamótahátíð Suður-Þingeyinga 21. júní 1901- Var samkoma þessi fullkomlega þess verð, að lýsing hennar væri skjalfest og geymd til síðari tíma, því að draga má í efa, að merkari samkoma hafi verið haldin í sveit á íslandi á þeim tíma. Fyrri lýsingin er gerð af Sigurgeiri Jónssyni, birt í 1. hefti Eimr. þ. á., það er maður hálfníræður. Hin lýsingin er gerð af Einari Árnasyni, sem er maður á áttræðisaldri, og var hún flutt í ríkisútvarpinu í vetur. S. J. er varfærinn í frásögn, og lýsing ekki tæmandi. Hin var nokkru fyllri, en nokkrar skekkjur voru þar, sem leiðrétta ber, þó það sé ekkert aðalatriði, heldur hitt, að lýsing samkomunnar komi sem greinilegast fram. Nú vill 66 ára maður, sem var a samkomunni, þá 15 ára að aldri, gera þessa hátíð að umtalsefm. því að þann dag man hann bezt sinnar ævi, og gera samanburð á nútímasamkomum eins og þær koma honum fyrir sjónir í dag- Fyrst ber þess að geta, að hér var um að ræða fjölmennustu samkomu eða mannfagnað, sem haldin var í þessu héraði um ára- tugabil. Ljósavatn var þá miðhéraðs að flestu leyti, og þurftu þvl allir, sem fjærst voru, að nálgast samkomustað kvöldið áður, s. s. margt fólk utan úr Fjörðum, af Tjömesi, Húsavík og víðar. Flestu' voru á hestum, því að hinn siðmenntaði heimur þekkti þá vaít bifreiðar, hvað þá við íslendingar, enda komu margir úr nágrenn1 fótgangandi. Mikill fjöldi fólks, bæði úr héraðinu sjálfu og Eyía" firði, urðu því að hefja ferð um miðjan morgun, eða kl. 6, og sumir fyrr, því að samkoman átti að hefjast kl. 12 á hádegi. Ljósavatn stendur vestanvert í dal, og er bærinn undir all- brattri, en gróinni fjallshlíð, en túnið að mestu slétt grund. Sani- komustaðurinn var hluti af túninu sjálfu, og gerðu fyrirmenn og nágrannar mikið til að skreyta staðinn sem bezt. Veður var durnb- ungslegt að morgni og því tvísýnt, en það aftraði engum ferða1. svo að ég vissi, en er dró nær hádegi gerði kyrrviðri og hlýJu’ sem hélzt til kvelds. Þó að húsakostur væri þá góður á LjósavatW. var þó fyrirfram séð, að hann var ekki nægt afdrep fyrir svo

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.