Eimreiðin - 01.10.1952, Blaðsíða 54
270
SAMANBURÐUR
eimreiðin
Þegar hér var komið var fundarhlé. Fóru þá allir til „búða“
sinna, að fá sér nestisbita og aðra hressingu, auk þess sem þétt-
skipað var í veitingastofunum.
Að loknu fundarhléi fóru fram kappreiðar. Voru þær háðar á
sléttri grund sunnan við túnið. Jafnmargt gæðingaval hef ég
aldrei séð lagt fram til kappreiða, enda var það úr tveim sýsl-
um, Eyjafjarðar og Þingeyjar. Stóðu kappreiðarnar alllengi, og
var nokkur keppni um, hvor sýslan yrði hlutskarpari. Fóru svo
leikar, að jafntefli varð: Eyfirðingar unnu skeiðið, en Þingeýingar
stökkið. Um þessar kappreiðar var skrifað í blaðið Stefni á Akur-
eyri stuttu síðar m. a.: „Kappreiðarnar tókust mæta vel.“
Að kappreiðum loknum hófust glímur. Þeim stjómaði séra Árni
á Skútustöðum og séra Helgi Hjálmarsson. Enginn var glímu-
pallur í það sinn. Túngrundin var látin duga. Sá háttur var a
hafður, að stjórnandinn fór í ræðustólinn og kallaði upp hverja
sveit, ef frá þeim væru menn, sem glíma vildu. Frá einni eða
tveim sveitum, af átta, gaf sig enginn fram. Stærstur var flokkur-
inn frá Mývatnssveit. Var glímt af mesta vaskleik og kappi. Fyrst
glímdu menn úr hverri sveit innbyrðis, og þegar síðasta sveitar-
félagið var kallað upp, gekk fram einn maður, sem kvaðst glíma
fyrir Svalbarðsströnd — sína sveit. — Gerði hann það af mesta
vaskleik, þó að við utansveitarmenn væri. Þetta var Stefán Stefáns-
son, síðar bóndi á Varðgjá, nú á Svalbarði.
Eftir innbyrðiskeppnina hófst bændaglíma. Ekki tóku allir þátt
í henni, sem þegar höfðu glímt, en þó margir. Og nú fór fólki að
hitna í hamsi í meira lagi. Að lokum varð sigurvegari, svo að ekki
varð um deilt, Sigurður Sigfússon frá Halldórsstöðum í Reykja-
dal, síðar kaupfélagsstjóri, nú í Reykjavík (Sigurður S. Bjark-
lind).
Glíman tók alllangan tíma, og héldu allir sig vel að hvortveggJu’
kappreiðum og glímum. Eftir það fóru fram margs konar íþróttiÞ
svo sem hlaup, stökk, reiptog og fleira. Sigurvegari í hástöklu
varð Páll Sigurðsson, nú í Skógum í Reykjahverfi. Mun hann Þa
hafa sett met í þeirri íþrótt hér í sýslu. Reiptogið unnu Húsvík-
ingar, og þótti allgott, því að þátttakendur í öðru voru fáir þaðan.
Fólk dreifðist nokkuð meðan þessar íþróttir fóru fram. Að Þeinl
loknum hófst söngur og ræðuhöld á ný, þá voru eftir dagskrar
ræður: Jón Þorsteinsson flutti kvæði í tilefni dagsins, minni ls
lendinga erlendis (Guðmundur á Sandi), minni gestanna (Stein
grímur Jónsson). Alltaf var söngflokkurinn viðbúinn að syngF’
er óskað var.