Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 54

Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 54
270 SAMANBURÐUR eimreiðin Þegar hér var komið var fundarhlé. Fóru þá allir til „búða“ sinna, að fá sér nestisbita og aðra hressingu, auk þess sem þétt- skipað var í veitingastofunum. Að loknu fundarhléi fóru fram kappreiðar. Voru þær háðar á sléttri grund sunnan við túnið. Jafnmargt gæðingaval hef ég aldrei séð lagt fram til kappreiða, enda var það úr tveim sýsl- um, Eyjafjarðar og Þingeyjar. Stóðu kappreiðarnar alllengi, og var nokkur keppni um, hvor sýslan yrði hlutskarpari. Fóru svo leikar, að jafntefli varð: Eyfirðingar unnu skeiðið, en Þingeýingar stökkið. Um þessar kappreiðar var skrifað í blaðið Stefni á Akur- eyri stuttu síðar m. a.: „Kappreiðarnar tókust mæta vel.“ Að kappreiðum loknum hófust glímur. Þeim stjómaði séra Árni á Skútustöðum og séra Helgi Hjálmarsson. Enginn var glímu- pallur í það sinn. Túngrundin var látin duga. Sá háttur var a hafður, að stjórnandinn fór í ræðustólinn og kallaði upp hverja sveit, ef frá þeim væru menn, sem glíma vildu. Frá einni eða tveim sveitum, af átta, gaf sig enginn fram. Stærstur var flokkur- inn frá Mývatnssveit. Var glímt af mesta vaskleik og kappi. Fyrst glímdu menn úr hverri sveit innbyrðis, og þegar síðasta sveitar- félagið var kallað upp, gekk fram einn maður, sem kvaðst glíma fyrir Svalbarðsströnd — sína sveit. — Gerði hann það af mesta vaskleik, þó að við utansveitarmenn væri. Þetta var Stefán Stefáns- son, síðar bóndi á Varðgjá, nú á Svalbarði. Eftir innbyrðiskeppnina hófst bændaglíma. Ekki tóku allir þátt í henni, sem þegar höfðu glímt, en þó margir. Og nú fór fólki að hitna í hamsi í meira lagi. Að lokum varð sigurvegari, svo að ekki varð um deilt, Sigurður Sigfússon frá Halldórsstöðum í Reykja- dal, síðar kaupfélagsstjóri, nú í Reykjavík (Sigurður S. Bjark- lind). Glíman tók alllangan tíma, og héldu allir sig vel að hvortveggJu’ kappreiðum og glímum. Eftir það fóru fram margs konar íþróttiÞ svo sem hlaup, stökk, reiptog og fleira. Sigurvegari í hástöklu varð Páll Sigurðsson, nú í Skógum í Reykjahverfi. Mun hann Þa hafa sett met í þeirri íþrótt hér í sýslu. Reiptogið unnu Húsvík- ingar, og þótti allgott, því að þátttakendur í öðru voru fáir þaðan. Fólk dreifðist nokkuð meðan þessar íþróttir fóru fram. Að Þeinl loknum hófst söngur og ræðuhöld á ný, þá voru eftir dagskrar ræður: Jón Þorsteinsson flutti kvæði í tilefni dagsins, minni ls lendinga erlendis (Guðmundur á Sandi), minni gestanna (Stein grímur Jónsson). Alltaf var söngflokkurinn viðbúinn að syngF’ er óskað var.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.