Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 61
eimreiðin
MANNASKIPTI
277
Eiginlega kynntist hann henni ekki. Lilja kynntist engum. Hún
þekkti alla, það er að segja, þegar hún var ekki svo út úr full,
að hún þekkti yfirleitt nokkurn skapaðan hlut. Enginn vissi út
ef hverju Lilja drakk. Líklega bara af því, að henni hefur þótt
það gott. Kannske hefur það legið í ættinni.
Lilja átti fjölda vina. Þeir drukku flestir líka. Lilja var ung
°g lagleg kona. Auk þess hafði hún eitthvað það við sig, sem
hændi Hermann að henni. Enginn vissi hvað það var. Nema
hvað honum var farið að verða tíðlitið inn í bragga, þar sem
félagsskapurinn sat að sumbli. Nú verður að geta þess, sem
gert er. Hermann var enginn drykkjumaður, en hins vegar lét
hann oft af hendi rakna fyrir flösku og flösku, og er ekki að
orðlengja það, að þær komust upp í fjórar og fimm á einu kvöldi.
Náttúrlega komst hann ekki hjá þvi að kanna, hvernig brenni-
yín væri á bragðið. En svo mikið var vist, að hann einn hafði
rænu á að ná í bíla á aflíðandi nóttu og borga þá. Hann hafði
jafnan vakandi auga á Lilju, en hún ekki á honum. Komið gat
það fyrir, að hún þyrfti að bregða sér frá til að vera nokkra stund
í einrúmi með einum vini sinum, og hafði Hermann auðvitað
ekkert við það að athuga. Eða að minnsta kosti lét hann það
ekki uppi.
Legar Hermanni hafði eyðzt skotsilfur, kvongaðist hann Lilju.
^ raun og veru er heil saga að segja frá því, þótt henni sé sleppt
hér rúmsins vegna. Eins og lesandann mun hafa rennt grun í,
var hann alla tíð ástfanginn af Lilju. Og í hvert skipti, sem hann
náði tali af henni allsgáðri, lét hann ekki hja liða að setja henni
hyrir sjónir, hve miklu hollara það væri æsku hennar og fegurð
að eignast gott heimili. Og hann bætti við með sjálfum sér, að
hafa fyrir góðum eiginmanni að sjá, þó að hann segði það ekki.
Lnginn vissi hvaða hugsanir hringsnerust í hinu fallega konu-
höfði, þegar hún sagði já, ef þar hefur þá ekki verið tómagangur.
Legar karlmaður hefur sett sér mark, þá hættir hann ekki
rið fyrr en hann hefur náð því. En svo þegar hann ætlar að
riga góða daga, þá tekur konan við. Svona fór a. m. k. fynr vini,
oúrium, Hermanni. Ég leit nokkrum sinnum inn til Hermanns
á þessum góðviðriskafla síðsumarsins í lífi hans. Hann lék allur
a hjólum af ást til Lilju og hafði varla tíma til að tala við
fyrir búðarferðum. Enda átti Lilja ekki heimangengt, þvi