Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 66
Máttur mannsandans
eftir dr. Alexaiuler Cannon.
VI. kafli.
Svefn og draumar.
Við skulum nú athuga svefninn og draumlífið nokkru nánar
frá hinni tæknilegu hlið málsins, ef svo má segja. Meðan við sof-
um, heldur starfsemi líffæranna áfram. Frá lífeðlisfræðilegu
sjónarmiði er sofandi maður í fullu athafnafjöri: meltingarfærin
starfa, augun dragast sundur og saman, öndunarfærin starfa,
kynfærin starfa, svitakyrtlarnir starfa, ósjálfráða taugakerfið
starfar og vöðvarnir slakna og hvílast.
Sem stendur eru uppi fimm kenningar um svefninn, sem
verðskulda, að þeim sé gaumur gefinn.
1. LífefnafrœSilega kenningin. Samkvæmt henni á svefn-
inn að stafa af því, að eftir því sem líði á vöku dagsins, hlaðist
fyrir í vefjum líkamans deyfandi kolsýring, sem valdi eiturverk-
unum í taugakerfinu. Afleiðing þessa sé svefninn, en hann koim
svo aftur á jafnvægi og hreinsun, sem geri manninn aftur færan
til að vaka um ákveðið skeið.
2. Hringrásarkenningin. Hún er í því fólgin, að blóðið i
líkama mannsins minnki með áreynslu í tímanum, og að þessi
rýrnun í blóðinu endi með svefni. I svefninum eykst svo blóð-
forðinn aftur smám saman, en við það verður svefninn stöðugt
léttari og léttari með liverri stund, sem líður, unz maður kemst
til vökuvitundar á ný.
3. Orkukenningin gerir ráð fyrir orkumissi að deginum, sem
lýsi sér í þreytu, og þreytan valdi svefni. Hann hleður síðan
líkamann orku á ný, og maður vaknar hress og endurnærðm •
4. Taugaaflskenningin. Taugarnar missa afl sitt að degm-
um, og er þessi kenning því að nokkru leyti orkukenningin stað-
færð upp á taugakerfið eingöngu. Smásjárrannsókn á frumnm