Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 71
EIMREIÐIN
MÁTTUR MANNSANDANS
287
það er, og hann tekur allt gott og gilt, hversu afkáralegt sem er
1 draumnum, eins og um eðlilegt og sjálfsagt fyrirbrigði sé að
ræða.
Eru þá draumar hrein og bein fjarstæða, eða hafa þeir ein-
hverja merkingu? Því er fljótsvarað. Auðvitað hafa þeir merk-
lngu, og til grundvallar þeim eru fólgin ákveðin lögmál, þó að
e^ki séu enn sönnuð til fulls. Sumir draumar rekja efni sitt
áhrifa á vökuvitund dreymandans. Suma dreymir dagdrauma
1 vöku eða hálfvakandi, svipaðs eðlis og þær furður, sem fólk fær
lnn á hugann í kvikmyndahúsum eða á öðrum sams konar
sýnmgarstöðum. Á nóttinni geta svo þessar furður haldið áfram
að verka í draumum manna. Furðurnar töfra fólkið og færa því
fögnuð sálarinnar, alveg eins og álfasögur og undraheimar ævin-
tyra. Fólkið fær fullnægju í þessum heimi óraunsærra fyrir-
krigða. Vilji sögrúietjan læra að synda, eru þar komnir undra-
skór á fætur henni, svo að hún getur gengir á vatninu, og vilji
kún fljúga, þá er þar komið töfraklæðið, og hún þarf ekki annað
en að segja: Fljúgðu, fljúgðu, klæði. Og klæðið svífur með hana
ut 1 geiminn. Þannig vex söguhetjan í sjálfs sín ímyndun og
Vei ður voldug og sterk.
Draumar um uppfyllingu óska eru algengir. Ég þekki heim-
skautafara nokkurn, sem var nálega orðinn hungurmorða á einni
j 1 ‘ smni í heimskautalöndunum. Meðan svona var ástatt fyrir
°num, dreymdi hann nótt eina, að hann sæti að dýrðlegum
nnðdegisverði á nafnkunnu veitingahúsi í stórborg einni. En
eÚir miðdegisverðinn reykti hann dýrindis vindil. Þenna draum
reýmdi hann einmitt í sama mund og hann var nær dauða en
1 1 af hungri, og var hann þá einnig alllöngu áður búinn með
a 1 það reyktóbak, sem til var með í förinni.
Svmanburður á draumum og geStruflun. Einu sinni var stúlka,
j 111 upp á munaðarleysingjahæli. Hún var fædd mállaus og
neýrnarlaus og einnig krypplingur, en haldin þeirri blekkingu,
a hún væri bæði fögur og rik og ætti i vændum að giftast
'onungssyni. Annað langvinnt geðbilunarfyrirbrígði skal ég
jjjffna til frekari skýringar. Sjúklingurinn var kona, sem þjáðist
k llriyndunarveiki. Hún trúði því fastlega, að hún væri rétt-
oi m drottning, leynilega gift dularfullum þjóðhöfðingja, óhemju
ríkum
°g voldugum. En pólitísku samsæri hafði verið komið