Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Page 72

Eimreiðin - 01.10.1952, Page 72
288 MÁTTUR MANNSANDANS eimreiðin af staS gegn þeim með þeim grimmdarlegu afleiðingum, að henni var meinað að dvelja hjá manni sínum. En hún var sannfærð um það, að á sínum tíma myndi þjóðhöfðinginn, maður hennar, sem átti sjúkrastofnunina, sem hún dvaldi i, eins og reyndar allar aðrar opinberar byggingar í landinu, koma og frelsa hana úr ánauðinni. Síðan myndu þau komast til valda aftur, setjast í hásæti rikisins og stjórna því síðan farsællega til æviloka. Sjúkrasaga þessarar konu var sú, að hún var að því komin að giftast ríkum og mikilsmetnum manni, enda sjálf af auðugu fólki komin, þegar hún varð fyrir þvi óláni að missa bæði heimih sitt, fjármuni og stöðu sína í þjóðfélaginu, sem svo varð til þess, að ekkert varð úr brúðkaupinu. Þegar þetta gerðist virtist hún fullkomlega heilbrigð andlega og leið heldur ekki neinn beinan skort, þar sem enn átti hún eftir smávegis tekjustofn, sem hún hefði getað lifað af þægilegu lífi, með því að gæta ýtrustu spar- semi. En eðlilega saknaði hún mjög fyrri velsældar, þegar hun var bæði auðugasta og mest dáða konan í öllu héraðinu, þar sem hún og fjölskylda hennar höfðu átt heima. En hún gerði meira en sakna liðinna velsældartíma, því að hún neitaði blátt áfram að viðurkenna kaldar og miskunnarlausar staðreyndirnar, vild1 ekki kannast við, hvernig komið væri fyrir sér og féll smam saman í eins konar öfgafullt dagdraumaástand, sem hún hefur ekki losnað úr aftur enn þann dag í dag. f því andlega ástandi, sem hún er nú, hefur hún ekki aðeins náð öllu því aftur, sem hún missti, heldur einnig margfaldað auð sinn, völd og fram- tíðarmöguleika, í eigin ímyndun. Ástarævintýri hennar hefm náð hámarki og reynzt dásamlegra en hún hafði nokkru smm þorað að vona áður. f stað þess að verða æðsta konan heima 1 héraði sínu, verður hún innan skamms drottning heils stoi- veldis með lönd og þjóðir, sem lúta henni, í stað nokkurra þorpa og þeirra íbúa áður. Hún hefur hlotið frið í kringumstæðum, sem voru henni óþolandi áður, og notað til þess þá aðferð að skjóta sér algerlega undan veruleika lífsins og lifa í fullkommm sjálfsblekkingu. ímyndunaraflið flytur okkur æði oft á vængjum sínum burt frá köldum staðreyndum lífsins. Við ímyndum okkur, að V1 höfum hlotið uppfyllingu óska okkar og vona og látum eins °S allar raunverulegar hindranir, sem í vegi eru, séu alls ekki 1

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.