Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 75

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 75
eimreiðin LEIKLISTIN 291 gera? Það myndi auka áhugann á að leggja sig fram og bæta rekstur leikhússins. En þetta var nú útúrdúr frá aðalefninu. Rekkjan er mynd af hjóna- bandinu eins og það gengur og gerist, dálítið skrykkjótt stund- svo að á reynir ástina, en Þó það heilbrigðasta samband karls og konu, sem um getur í Þróunarsögu mannkynsins, elur gagnkvæma ást og gagnkvæm- an styrk, kærleika, sem nær út yfir gröf og dauða. Leikendur eru aðeins tveir, og það er skemmst af að segja, að sam- leikur þeirra Gunnars Eyjólfs- sonar og Ingu Þórðardóttur var svo góður, að þau héldu athygli áhorfenda vakandi frá byrjun «1 enda. Ég efast um að betri samleikur hafi sézt á leiksviði í Reykjavík en þessi. Gunnar Eyjólfsson er gæddur miklum °g fjölbreytilegum leikhæfileik- Um. Hann á skap (tempera- ^ent), kímni (humor) og reisn á sviði. Leikur hans var heil- steyptur og þó ef til vill beztur ’ lokaatriði leiksins, þar sem hann leikur gamla manninn, Michael rithöfund, með ná- kvæmni og skilningi. Frú Inga Þórðardóttir hafði ágæt tök á hlutverki sínu sem Agnes, kona Þans, en bæði eru hlutverk leiks- |ns vandasöm og krefjast mik- ’llar tækni og kunnáttu. Hvergi homst samleikur hjónanna nær Því að verða fullkominn en í 3. atriði, þar sem Agnes læknar ^oann sinn af sjúkdómi þeim, er sykt hefur hann, vegna víxlspors 1 hjónabandinu, sem hann er að því kominn að taka, og svo aftur í 6. atriði. Vafalaust má þakka leikstjóranum, Indriða Waage, hans þátt í því að gera leikinn jafn fastan i sniðum og öruggan í smáu og stóru eins og raun ber vitni. Því verður ekki neitað, að það er teflt á tæpt vað að taka til sýningar leik eins og þennan, þar sem það örðuga hlutverk hvílir á aðeins tveim leikendum að halda fastri athygli áhorfenda óslitið í nær þrjár klukkustundir. En þetta tókst fullkomlega, eins og móttökur þær, sem leikendur fengu hjá leikhúsgestunum báru um beztan vottinn. Að síðustu er á það að minna, að þó að báðir þessir erlendu leikir hafi tekizt vel og þó að það sé einn þáttur starfs Þjóð- leikhússins að kynna öðru hvoru erlenda leikritagerð, þá er þó hlutverk þess fyrst og fremst að túlka íslenzk viðfangsefni. Þetta hefur það gert að nokkru með sýningum innlendra leik- rita, en betur má, ef duga skal. Nú um jólin mun von á, að sýnt verði eitt okkar elzta og vin- sælasta, Skuggasveinn Matthí- asar Jochumssonar. Það er með nokkurri eftirvæntingu sem þess er beðið, hvernig Þjóðleik- húsinu, með allri sinni nýtízku tækni og langæfða leikenda- skara, tekst að leysa af hendi þetta ramíslenzka og þjóðsagna- kennda verk frá frumbýlings- árum íslenzkrar leikritagerðar fyrir síðustu aldamót. Við vænt- um, að vel takist. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.