Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 75

Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 75
eimreiðin LEIKLISTIN 291 gera? Það myndi auka áhugann á að leggja sig fram og bæta rekstur leikhússins. En þetta var nú útúrdúr frá aðalefninu. Rekkjan er mynd af hjóna- bandinu eins og það gengur og gerist, dálítið skrykkjótt stund- svo að á reynir ástina, en Þó það heilbrigðasta samband karls og konu, sem um getur í Þróunarsögu mannkynsins, elur gagnkvæma ást og gagnkvæm- an styrk, kærleika, sem nær út yfir gröf og dauða. Leikendur eru aðeins tveir, og það er skemmst af að segja, að sam- leikur þeirra Gunnars Eyjólfs- sonar og Ingu Þórðardóttur var svo góður, að þau héldu athygli áhorfenda vakandi frá byrjun «1 enda. Ég efast um að betri samleikur hafi sézt á leiksviði í Reykjavík en þessi. Gunnar Eyjólfsson er gæddur miklum °g fjölbreytilegum leikhæfileik- Um. Hann á skap (tempera- ^ent), kímni (humor) og reisn á sviði. Leikur hans var heil- steyptur og þó ef til vill beztur ’ lokaatriði leiksins, þar sem hann leikur gamla manninn, Michael rithöfund, með ná- kvæmni og skilningi. Frú Inga Þórðardóttir hafði ágæt tök á hlutverki sínu sem Agnes, kona Þans, en bæði eru hlutverk leiks- |ns vandasöm og krefjast mik- ’llar tækni og kunnáttu. Hvergi homst samleikur hjónanna nær Því að verða fullkominn en í 3. atriði, þar sem Agnes læknar ^oann sinn af sjúkdómi þeim, er sykt hefur hann, vegna víxlspors 1 hjónabandinu, sem hann er að því kominn að taka, og svo aftur í 6. atriði. Vafalaust má þakka leikstjóranum, Indriða Waage, hans þátt í því að gera leikinn jafn fastan i sniðum og öruggan í smáu og stóru eins og raun ber vitni. Því verður ekki neitað, að það er teflt á tæpt vað að taka til sýningar leik eins og þennan, þar sem það örðuga hlutverk hvílir á aðeins tveim leikendum að halda fastri athygli áhorfenda óslitið í nær þrjár klukkustundir. En þetta tókst fullkomlega, eins og móttökur þær, sem leikendur fengu hjá leikhúsgestunum báru um beztan vottinn. Að síðustu er á það að minna, að þó að báðir þessir erlendu leikir hafi tekizt vel og þó að það sé einn þáttur starfs Þjóð- leikhússins að kynna öðru hvoru erlenda leikritagerð, þá er þó hlutverk þess fyrst og fremst að túlka íslenzk viðfangsefni. Þetta hefur það gert að nokkru með sýningum innlendra leik- rita, en betur má, ef duga skal. Nú um jólin mun von á, að sýnt verði eitt okkar elzta og vin- sælasta, Skuggasveinn Matthí- asar Jochumssonar. Það er með nokkurri eftirvæntingu sem þess er beðið, hvernig Þjóðleik- húsinu, með allri sinni nýtízku tækni og langæfða leikenda- skara, tekst að leysa af hendi þetta ramíslenzka og þjóðsagna- kennda verk frá frumbýlings- árum íslenzkrar leikritagerðar fyrir síðustu aldamót. Við vænt- um, að vel takist. Sv. S.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.