Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 76

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 76
Sýnisbók íslenzkra rímna. Skozki frœðaþulurinn Sir William A. Craigie hefur unnið það þrekvirki að ganga fré Sýnisbók íslenzkra rimna frá upphafi rímnakveðskapar til loka nitjándu aldar, í þremur stór- um bindum, rita að hverju bind- anna formála og itarlegan inngang og velja öll sýnishornin i bókina. Bókin er að stærð: I. bindið lxxv + 306 bls., II. bindið lxii + 334 bls. og III. bindið xxxii + 414 bls. Hún kom út á þessu hausti (útg. Thomas Nel- son and Sons Ltd., London, Edin- burgh, Paris, Melbourne, Toronto and New York 1952). Einkaumboð fyrir ritið á Islandi hefur h.f. Leiftur í Reykjavík, sem einnig hefur ann- azt prentun III. bindisins. Sir William varð hálfníræður 13. ágúst síðastliðinn. Á langri ævi hef- ur hann, eins og kunnugt er, ritað mikið um islenzkar bókmenntir og tungu, auk sinna fjölbreyttu starfa í þágu annarra hugðarefna. Með þess- ari bók bætir hann enn við þá þakk- lætisskuld, sem íslendingar standa í við hann fyrir að kynna bókmenntir þeirra og tungu meðal fræðimanna í hinum enskumælandi heimi og viðar. Rimurnar hafa ekki átt miklum vinsældum að fagna undanfarið hér á landi, þó að alltaf séu uppi ein- hverjir, sem taka svari þeirra — og hafi verið síðan Jónas og Sigurður Breiðfjörð áttust við um gildi þeirra fyrir meira en öld. Þó er vegur þeirra meiri nú en áður og fer vaxandi. Um siðustu aldamót voru rimur enn kveðnar á kvöldvökum sums staðar i sveitum. Svo var stundum gert a kvöldvökum á æskuheimili minu, og þótti góð skemmtun. I fyrsta bindi sýnisbókar þessarar hefur Sir William valið rimur ein- göngu frá elztu timum og fram til ársins 1550. Hefst úrval þetta a kvæði úr Ólafs rímu Haraldssonar eftir Einar Gilsson, sem talin er su elzta, sem enn er til (sennilega ort a fyrsta tug 15. aldar), en síðan eru sýnishorn úr 30—40 öðrum rímum frá þessu timabili, þar á meðal ser- stakt úrval mansöngva. Geta menn af úrvali þessu kynnzt anda og efni rimna vorra frá elztu tímum, en meðal þeirra eru t. d. Ólafs rírnur Tryggvasonar, Skáld-Helga rímur, Skíðaríma, Lokrur, Griplur, Sörla- rímur, Bósarimur, Geiplur, o. s. frV' En í inngangi að þessu úrvali er fjallað um: 1. Uppruna og einkenm rimna, 2. mansöngvana, 3. rimna- bragfræði og 4. rímnamál. Eru her hverju efni um sig gerð góð skil, svo sem vænta má. Orðaforði rímnanna er mikill, og þar er að finna fjölda samheita og annarra orða, sem óvíða

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.