Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 78
294
RITSJÁ
EIMREIÐIN
sá misskilningur, að hann telur sig
„trúlausan", en er það þó ekki.
„Og fólkið lærði sitt faðirvor og kver
og frelsara sínum og guði í lotning
kraup,
en heilög þrenning þvældist fyrir mér
og þvermóðskufullur sviti af enni
mér draup,
ég stóð, eins og auli, andspænis þeim,
sem trúa
og eiga við frið og rósemd hjartans
að búa.“
Hann öfundar þá, sem „aldrei vefj-
ast í vafa“, en þó er svo að heyra, að
hann átti sig ekki fullkomlega á því,
af hverju bölið stafar. 1 kvæðinu
„Haustmyrkur" (bls. 69), sem er
ágætt, sér hann þó ljóma af perlu
sannleikans, að minnsta kosti í leift-
ursýn (sbr. „og það varð ljós“). Ann-
ars eru kvæðin mörg þrungin af efa
og trega og harmi yfir því, sem af-
laga fer. Er það eðlilegt. Það er svo
sem ekki nema náttúrleg og nærri
því sjálfsögð tilfinning hugsandi
manns og skálds á þessum tímum!
Eða er það ekki svo?
Bezta kvæðið í bókinni er, að
minu áliti, „Eftir liðinn leik“ (bls.
56). Það er ljómandi fagurt ljóð, létt
og lipurt og þrungið dulmagni góðs
skáldskapar. Auk þess vil ég nefna
kvæðin „Ein er sú nótt“, „Að leiks-
lokum“, „Hin ókomna tið“, „Nótt“,
„Tál“, „Og það var ekkert ljóð“, „Síð-
sumarnótt“, auk „Haustmyrkurs",
sem áður er getið. Öll eru þessi
kvæði góð.
Skáldið hefur tvímælalaust góðar
gáfur til ljóðagerðar. En hann vant-
ar örugga (eða sæmilega örugga)
lifsskoðun, að því er virðist, eftir þess-
um kvæðum að dæma. Þann grund-
völl er nauðsynlegt að hafa fyrir þá,
er fást við skáldskap, og menn verða
sjálfir, hver einstaklingur, að grafa
niður á þann fasta grundvöll.
Gesti hættir stundum til að hætta
við hálfgerð kvæði, og það góð kvæði,
af því að hann hefur ekki ennþa
brotið málið til mergjar, áður en
hann fer að fjalla um það. Gestur er
ekki einn skálda um slíkt, enda getur
það verið fullkomlega leyfilegt hverj-
um rithöfundi og skáldi að leiða at-
hygli skynsamra manna að málum
án þess að leysa úr vandanum að
nokkru leyti eða neinu. Er þetta al-
titt, einkum nú á síðustu tímum, að
höfundar lýsi ýmsum vandræðum og
flækjum án þess að gera tilraun til
þess að greiða úr eða gefa úrlausmr.
En til þess að ná verulegum
árangri sem skáld, tel ég að skáldið
verði að hafa lífsskoðun, sæmilega ör-
ugga og fast mótaða, hvort sem su
skoðun kemur heim við skoðun fjölda
eða fárra. Fáir losna alveg við efann,
hinn leiða fylgifisk manna, en tak-
mark verða menn að hafa, háleitt og
eftirsóknarvert, aS eigin dórni,
nokkuð verulegt á að verða úr þeim-
Þorsteinn Jónsson.
HEIMAN ÉG FÓR (sjálfsmyni
œskumanns) eftir Halldór Kilj
an Laxness. Rvík 1952 (Helga-
fell).
Handrit, sem legið hefur í drasli
hjá frönskum munkum suður í Ev
rópu og síðan komizt í hendurnar a
íslenzkum mólfræðingi vestur í BaR1
more, en urðað af höfundinum sjálf
um fyrir nær tveim óratugum sein
óhæft til birtingar, er nú út koinið a
prent með samþykki þessa sama höf
undar og með formólsorðum eftn
hann, rituðum um sumarmál á þVI