Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 21
VIÐ ÞJÓÐVEGINN 5 höfundafélögin verið tvö, Félag íslenzkra rithöfunda og Rithöfundafélag íslands, og eru þessi félög nokkurn veginn jafnfjölmenn. En Bandalagið hefur haldið fast í það ákvæði í lögum sínum, að í því megi aðeins vera eitt félag hverrar listgreinar. Ekki hefur ástandið verið betra á vettvangi félags- mála íslenzkra myndlistarmanna. Þar eru félögin þrjú, og aðeins eitt þeirra er aðili að Bandalaginu. Þá standa og nokkr- ir mikilhæfir listamenn utan allra samtaka íslenzkra lista- manna, og má þar nefna til Gunnar skáld Gunnarsson, Pál Isólfsson tónskáld og Gunnlaug Scheving listmálara. Starf- semi Bandalagsins hefur verið frekar skrykkjótt og veigalítil og starf félaganna flestra mjög dauf. — Hvorki Bandalagið né félög einstakra listgreina hafa notið sín til framtaks um hags- munamál listamanna eða um eðlilega forystu í listmáLum þjóðarinnar. Þá hafa þau lieldur ekki tekið þann þátt í starf- semi sambanda listamanna á Norðurlöndum, sem æskilegur verður að teljast. Nú liafa batnað nokkuð liorfur á einingu meðal íslenzkra listamanna. Rithöfundafélögin hafa — eins og áður er getið — staðið saman að samningum um stofnun Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins, og listamenn allra listgreina hafa unnið sam- an af mikilli eindrægni og alvöru í nefnd þeirri, sem mennta- málaráðherra skipaði til þess að gera tillögur um skipan listamannalauna. Þá höfðu og rithöfundar með sér sameigin- legan fund, þar sem þeir samþykktu að kjósa nefnd, sem semdi frumvarp til laga um rithöfundasamband. í nefndina voru kosnir: Úr Félagi íslenzkra rithöfunda Þóroddur Guð- mundsson og Guðmundur Gíslason Hagalín og úr Rithöf- undafélagi íslands Gils Guðmundsson og Jakob Jónsson. Nefnd þessi afgreiddi einhuga frumvarp til laga um væntan- legt rithöfundasamband, og verður það lagt fyrir fund í báð- um ritliöfundafélögunum. Þá hefur og Bandalag íslenzkra Hstamanna samþykkt að breyta þannig lögum sínum, að tvö félög hverrar listgreinar geti stofnað með sér samband, sem verða megi aðili að Bandalaginu. Hefur fyrrverandi formaður Bandalagsins, jón Leifs tónskáld, beitt sér eindregið fyrir þess- •'iri breytingu, sem eykur mjög á líkindi fyrir því, að aukin eining verði í hópi íslenzkra listamanna framvegis og starf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.