Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 72
56
EIMREIÐIN
gekk við afarlangan og sterkan staf eða stöng; broddurinn var
mikill og í lagi eins og spjótsoddur. Man ég, að hann sagði,
að þetta væri atgeirsstafur, og þótti mér mikið til koma. —
Fleiri komu, er flökkuðu, svo sem Helga nokkur; hún var
geggjaður aumingi, ekki hættulaus í umgengni. Stefán Helga-
son kom aldrei að Mælifelli og ekki Jóhann beri; hann forð-
aðist prestsheimili. — Ég sá hann einu sinni á öðrum bæ;
hann var góðlegur, gamall maður, hægur og fríður sýnum.
— Einn flakkarinn var Guðmundur, ætíð nefndur Gvendur
„dúllari". Hann hafði ritað ævisögu sína og las hana upp á
hverjum bæ. Ekki þótti mér gaman að henni. Aftur á móti
þótti okkur börnunum mjög gaman að heyra hann „dúlla“.
En „dúllið“ var eins konar söngur, sem kom fram við það,
að tungan var látin slettast upp í góminn með ótrúlegum
hraða. Var Gvendur raddmaður mikill, meinlaus maður og
gekk í grænbryddum jakka, er ég sá hann fyrst.
Á fyrstu árum mínum man ég eftir fólki, sem kom ætíð
einu sinni á ári gangandi langar leiðir að. Ekki var þetta
kallað flakk; var það nefnt orlofsferðir. — Hjón komu til
dæmis ætíð utan af Skaga einhvern tíma síðla vetrar, hlaðin
sleifum, stórum og smáum, og öðrum tréílátum, er maður-
inn liafði smíðað úr rekavið. Skiptu þau á þessu og sméri,
tólg og kæfu, er þau báru heim. Voru það drápsklyfjar, er
þau báru báðar leiðir, þegar þau höfðu húsvitjað í sveitinni.
Eftir að nýi bærinn á Mælifelli var byggður, voru þar um
hríð langbeztu húsakynni í sveitinni. Voru því haldnar þar
nokkrar stórveizlur, brúðkaup og erfisdrykkjur, þar sem
fjöldi manns var samankominn. Á þeim tímum voru menn
einnig boðnir til jarðarfara, og komu ekki aðrir en þeir,
sem boðnir voru.
Fyrsta brúðkaupsveizla, er ég man eftir, var mjög fjöl-
menn. Auk Skagfirðinga voru þar og margir Húnvetningar,
því að brúðurin var ættuð þaðan. Komu þeir sumir daginn
áður, er langt áttu að sækja. — Heima voru tvö eldhús, annað
með stórri eldavél, en hitt með hlóðum. í þetta sinn dugðu
þó ekki bæði eldhúsin til matargerðar; hlóð voru sett upp
í úthýsi og á þau hinn mikli pottur, sem annars var aðeins
notaður við slátursuðu á haustin. Yfir hundrað manns voru