Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 30
14
EIMREIÐIN
hella hjá mér, en ég er lengi að því, lengi að því, og stund-
um fundið að því, fundið að því, maður minn, en ég kann
ekki að vinna illa, get ekki að því gert. Það er nauðsynlegt,
að hellurnar séu felldar fast hver að annarri og að undir-
stöðurnar séu alveg sléttar og stöðugar, annars umsnúast þær,
verða misháar og ógreiðfærar, fólk getur dottið á þeim, dottið
og slasazt. Fékkstu fyrir hjartað?“
,.Hjartað? Nei, fæ aldrei fyrir hjartað."
,,Það er gott.“
Ég hallaðist upp að bankanum. Fólk streymdi fram og aftur
í stríðum straumi; sumir í'öltu sinnulaust, stefnulaust, eins
og þeir vissu ekkert, livað þeir ættu af sér að gera; aðrir hlupu
við fót með skjöl í höndum — inn í bankann, yfir strætið.
Menn stikluðu á nýlögðum hellunum, hoppuðu yfir sandinn,
þar sem litli maðurinn hafði enn ekki lagt heliurnar sínar,
sveigðu hjá honurn, litu ef til vill snögglega á hann, þar s.em
hann kraup nti aftur sönglandi, en sáu hann alls ekki, veittu
honum ekki neina athygli. ..
Þegar móðurinn var dálítið runninn af mér, gekk ég til hans,
rétti honum höndina og sagði:
„Ég þakka þér fyrir hjálpina."
Þá leit hann upp, og ég sá í augum hans fjarlæga blikið,
sem ég hafði áður séð, en nú sá ég fyrst, að augun voru brún.
„Það er ekkert að þakka, vinur minn,“ sagði hann — og
enn eins og hann væri að biðja mig afsökunar. „Það er sannar-
lega ekkert að þakka. Það eru margir, sem steypast fram yfir
sig hérna á gangstéttunum.“ Svo leit hann aftur niður á verk
sitt — og fór að söngla.
Ég stóð þarna um stund, hitti kunningja minn, og við rædd-
umst við. Þegar hann gekk frá mér, leit ég aftur á litla mann-
inn. Nú hafði hann lagt frá sér hallamælinn og sleifina, og
ný hella var felld í gróp gangstéttarinnar, sem áður hafði
verið auð. Hann var með krítarmola í hægri hendi og krítaði
undarleg merki á helluna. Ég þekkti þessi merki ekki til að
byrja með, en þegar ég gætti nánar að, sá ég, að þetta voru
nótur, langstrik og nótur á þeim — og svo sönglaði hann,
þurrkaði út merki og krotaði önnur ný, sönglaði, breytti um
tóntegund og sönglaði. . . Það var eins og hann hefði gleymt