Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 85
ERLENDAR BÓKAFREGNIR
69
skáldskapnum og hinum sanna,
skapandi anda allt líf sitt og orku,
°S það þarf því engan að undra,
þótt hann hafi haft djúptæk list-
r*n áhrif á þá, sem næstir honum
stóðu. Fjögur af sex börnum Thom-
asar Manns liafa þannig lagt mikla
stund á skáldskap og ritstörf. Erika,
elzta dóttir Manns, og Klaus, elzti
sonur hans, hafa bæði komizt langt
a þeirri braut, ritað allmörg at-
hyglisverð leikrit, skáldsögur og
ívisögur. Klaus er látinn fyrir
nokkrum árum. Golo, sem er yngri,
nýtur mikils álits sem sagnfræðing-
Ur og rithöfundur.
Hið fjórða af börnum Manns,
sem lagt hefur stund á ritstörf, er
óóttir hans, Monika, en fyrir
nokkru komu út endurminningar
eftir hana, er hún nefnir Vergang-
enes und Gegenwartiges, sem
kannski mætti nefna Fyrr og nú.
Honika hefur um ævina aðallega
*agt stund á tónlist, en virðist ekki
hafa getað staðið gegn innri hvöt
smni til þess að tjá sig í formi hins
fitaða orðs.
Monika lýsir á mjög ljósan og
skernmtilegan hátt lífinu á hinu
ijölmenna heimili Mann-fjölskyld-
Unnar í Munchen, tónleikum heima
hjá afa hennar, þar sem hann og
vmur hans léku óperur Wagners
a tvö píanó, sumarleyfum með
iöður hennar við strönd Eystra-
saltsins, þar sem hann ritaði fyrstu
skáldsögu sína um Jósef. Hún lýsir
emnig veizlunni, sem Thomas
-^fann átti síðar eftir að gera ódauð-
h'ga í skáldsögu sinni Unordnung
nnd friihes Leid. Monika kemst
auðvitað ekki hjá því að segja
úokkuð frá sinni eigin lífsreynslu,
ttteðal annars þeim harmleik, sem
liún varð þátttakandi í, er skip
það, sem hún og maður hennar
ferðuðust með yfir Atlantshafið,
var skotið niður með tundurskeyti,
með þeim afleiðingum, að maður
hennar drukknaði og hún varð
sjálf að hanga á fleka nær dauða
en lífi í meir en 20 klukkustundir.
En samkyæmt þeim umsögnum,
sem ég hef séð um bókina, virðist
mér, að meginhluti hennar sé helg-
aður föður Moniku og frásögn af
ýmsum merkilegum þáttum í
einkalífi og rithöfundarferli hins
fræga þýzka skáldsagnameistara.
BELGÍA.
Þeir, sem kunna að hafa verið
þeirrar skoðunar, að Belgíumenti
(einkum Flæmingjar) séu fremur
sljóir og daufgerðir, en á hinn bóg-
inn siðavandir, munu eflaust kom-
ast að raun um annað, er þeir hafa
lesið eina af nýjustu bókum skáld-
konunnar Francoise Mallet-Joris,
sem í enskri þýðingu hefur hlotið
nafnið Rauða herbergið (The Red
Room), ef dæma má af umsögnum
og gagnrýni um bók hennar. Sam-
kvæmt þeim er það augljóst, að
enda þótt blóðið í æðum Flæm-
ingjanna sé kannski ofurlítið þykk-
ara og renni hægar en i hinum
rómönsku frændum þeirra og ná-
grönnum, þá eru þeir engum sér-
stökum hömlum og hindrunum
bundnir, þegar út í ástir og önn-
ur samskipti kynjanna er komið.
Francoise Mallet-Joris er aðeins
25 ára gömul, en er samt talin vera
einna fremst í flokki yngri höf-
unda belgískra. Hún tilheyrir þeim
hópi ungra rithöfunda — stundum
nefndir „heiðna kynkvíslin" —, sem
reka upp stór augu og undrunar-