Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 17
Janúar—marz
1957
EIMREIÐIN
LXIII. ár
1. hefti
Við hi óSveáiswi
eítir Guðmund Gíslason Hagalín.
Rithöfundasjóður rikisútvarpsins.
I mörgum menningarlöndum heims eru til sjóðir, sem hafa
á hendi það hlutverk að verðlauna eða styðja á einn eða
annan hátt skáld eða aðra listamenn. Starfsvettvangur sumra
þessara sjóða er svo víðáttumikill, að þar gætir hvorki þjóð-
ernis né landamæra. En þorri slíkra sjóða hefur aðeins það
markmið að styðja að vexti og viðgangi fagurra lista með
einni þjóð. Flestir eru þeir þannig til orðnir, að auðugir
menn, sem ekki hafa síður haft áhuga fyrir andlegum verð-
mætum en peningum, hafa gefið ýmist öll efni sín eða nokk-
urn hluta þeirra til sjóðstofnunar. Hafa þessir auðmenn
slegið á þennan hátt að minnsta kosti þrjár flugur í einu
höggi: Glatt góða listamenn og létt þeim baráttu þeirra,
^uðgað þjóð sína að listaverkum og séð minningu sinni far-
horða á mjög lofsamlegan og öruggan hátt.
Islenzkir efna- og auðmenn hafa um sitthvað tekið sér
erlenda auðkýfinga til fyrirmyndar. Þeir hafa reist sér og sín-
tim ríkmannleg íbúðarhús í fallegum bæjarhverfum, komið
sér upp myndarlegum sumarbústöðum í fögru umhverfi --
sumir fleiri en einum —, ferðazt einir eða með fjölskyldu
sina um framandi lönd og verið margir hverjir mikillátir
um dvalarstaði, gistihús og risnu, en þeir hafa engir fundið
bjá sér hvöt til að fara að dæmi erlendra auðmanna um sjóð-
stofnanir til aukins gengis menningu og listum með þjóð
smni. Sjóðir til eflingar slíkum málum hafa til skamms tíma
ekki verið til hér, nema hvað danskur, — ég segi og skrifa
danskur rithöfundur, Kelvin Lindemann, fann upp á því.