Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 56
40
EIMREIÐIN
ir mér snjóstífluna og brjótast í sinn gamla farveg. Það var
eins og vatninu væri ekki sama hvar það rynni.
Þegar ég leit næst upp frá verki, voru gestirnir allir á burt.
Sumir þeirra stóðu í handaböndum við fóstra minn neðan við
garð, en aðrir fóru í kring um féð. Ég hafði fengið nóg af
áveitum í bráðina. Ég hljóp niður túnið til gestanna. Kveðj-
unum var lokið, og fóstri minn sneri við heim til bæjar.
Einhver óvenjulegur þreytusvipur lá yfir látbragði hans og
hreyfingum. Hann gekk álútur með hendur á baki. Hann virt-
ist þurfa til þess átök og heilabrot að taka annan fótinn fram
fyrir hinn upp túnhallið, og þó var brattinn ekki mikill.
Ég hljóp beint til fóstra míns, tók í treyjuermina og seild-
ist eftir hendi hans, en hendurnar lágu ekki lausar. Það hvíldi
hörkubundin tregða yfir viðmótinu.
Hann hálfhratt mér frá sér með handleggnum, án þess að
losa takið að baki sér.
— Láttu mig vera, strákur. Röddin var köld og sár, viðmót-
ið stirðnað og hrjúft.
Mér brá. Þetta kom mér á óvart. Fóstri minn var stund-
um fálátur og þurr á manninn, en mér var hann aldrei ónota-
legur. Hvað hafði honum mislíkað við mig? Hafði honum
máski þótt það, að ég var að bjástra við lækjarskömmina?
Ég kunni ekkert ráð við þessum önugleik fóstra míns og
greip þá til þess, sem efst var í huga mínum í sambandi við
gestkomuna og ég áleit að væri honum að skapi.
— Sögðu þeir nokkrar fréttir neðan úr dalnum?
— Nei.
— Fréttirðu ekki eitthvað af honum Sigurði?
Fóstri minn hikaði við í spori.
— Af Sigurði? Ha, frétti ég af honum — — honum Sig-
urði?
— Já, honum Sigurði í Bár?
Fóstri minn virtist ætla að halda áfram án þess að virða
mig svars, en hann staðnæmdist og leit á mig.
— Jú, ég frétti af honum Sigurði, — hann Sigurður er dá-
inn. Það á að jarða hann á laugardaginn kemur.
Fóstri minn rétti úr sér, og hendurnar féllu niður með síð-
unum. Hann leit heim að bænum og rétti aðra höndina í átt-