Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 31
MAÐUR VIÐ FÆTUR ÞÉR 15 starfi sínu, umhverfinu, sæi ekki fætur mannanna, sem stik- uðu fram hjá honum, þar sem hann kraup á gangstéttinni. Það var eins og liann væri í öðrum heimi. Ég fylgdist undr- andi með kroti hans, sá, að hann lagði undir flatt, bar krítar- uaolann að hverri nótu fyrir sig, sönglaði, þurrkaði út og skril- að nýju. — Svo var eins og hann setti hnykk á sig. Hann stakk krítarmolanum í jakkavasann, tók litla svarta vasabók úr óðrum vasa og blýant úr henni, skrifaði í vasabókina krotið af gangstéttarhellunni. Og þegar því var lokið, var eins og birti yfir svipnum. Og litli maðurinn greip hallamælinn og sleifina, skreið fram að næstu gróp og hellunni, sem lá við hana — og fór aftur að slétta úr sandinum og koma fyrir nýrri hellu. Hafði ég fengið svar við því, sem ég liafði svo oft spurt um í sambandi við litla manninn? Var þetta draumurinn hans? ^ar það tónlistin, sem hann sá fyrir ofan allt og alla? Stafaði líóminn, sem var á enni hans, frá tónaspili innra með honum? Mér fannst að ég hefði fengið svar, að minnsta kosti að nokkru leyti, og af því að litli maðurinn hafði lengi verið vandamál innra með sjálfum mér, sá ég ekki eftir því að hafa fallið að fótum hans þarna á gangstéttina, þar sem umferðin er mest í borginni. . . Hann vann þarna um skeið, og þegar ég fór um götuna, heilsaði ég honum, og alltaf kinkaði hann kolli og brosti. Kinhvern veginn fannst mér, að það væri að myndast ósýni- legur þráður á milli okkar. Og mér fannst um leið, að ég hefði orðið ríkari, unnið sigur á einhverju, sem ég gat þó ekki gert mér glögga grein fyrir, hvað væri, en það greip mig ný °ryggistilfinning. Ég hafði komizt í allnána snertingu við uvjan mann, sem átti nýjan himin, sem sá eitthvað, er ég þekkti ekki, en mig langaði til að fá að eiga lilutdeild í með honum. . . 5. A dimmurn haustdegi, stritaði ég við leiðinlega frásögn í hlaðið mitt. Einhver hafði hringt í mig og húðskammað mig fyrir eitthvað, sem ég liafði sagt daginn áður í blaðinu. Ég Var í illu skapi, vildi losna við greinina og komast út. . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.