Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 31
MAÐUR VIÐ FÆTUR ÞÉR
15
starfi sínu, umhverfinu, sæi ekki fætur mannanna, sem stik-
uðu fram hjá honum, þar sem hann kraup á gangstéttinni.
Það var eins og liann væri í öðrum heimi. Ég fylgdist undr-
andi með kroti hans, sá, að hann lagði undir flatt, bar krítar-
uaolann að hverri nótu fyrir sig, sönglaði, þurrkaði út og skril-
að nýju. — Svo var eins og hann setti hnykk á sig. Hann
stakk krítarmolanum í jakkavasann, tók litla svarta vasabók úr
óðrum vasa og blýant úr henni, skrifaði í vasabókina krotið
af gangstéttarhellunni. Og þegar því var lokið, var eins og
birti yfir svipnum. Og litli maðurinn greip hallamælinn og
sleifina, skreið fram að næstu gróp og hellunni, sem lá við
hana — og fór aftur að slétta úr sandinum og koma fyrir nýrri
hellu.
Hafði ég fengið svar við því, sem ég liafði svo oft spurt um í
sambandi við litla manninn? Var þetta draumurinn hans?
^ar það tónlistin, sem hann sá fyrir ofan allt og alla? Stafaði
líóminn, sem var á enni hans, frá tónaspili innra með honum?
Mér fannst að ég hefði fengið svar, að minnsta kosti að
nokkru leyti, og af því að litli maðurinn hafði lengi verið
vandamál innra með sjálfum mér, sá ég ekki eftir því að hafa
fallið að fótum hans þarna á gangstéttina, þar sem umferðin
er mest í borginni. . .
Hann vann þarna um skeið, og þegar ég fór um götuna,
heilsaði ég honum, og alltaf kinkaði hann kolli og brosti.
Kinhvern veginn fannst mér, að það væri að myndast ósýni-
legur þráður á milli okkar. Og mér fannst um leið, að ég
hefði orðið ríkari, unnið sigur á einhverju, sem ég gat þó ekki
gert mér glögga grein fyrir, hvað væri, en það greip mig ný
°ryggistilfinning. Ég hafði komizt í allnána snertingu við
uvjan mann, sem átti nýjan himin, sem sá eitthvað, er ég
þekkti ekki, en mig langaði til að fá að eiga lilutdeild í með
honum. . .
5.
A dimmurn haustdegi, stritaði ég við leiðinlega frásögn í
hlaðið mitt. Einhver hafði hringt í mig og húðskammað mig
fyrir eitthvað, sem ég liafði sagt daginn áður í blaðinu. Ég
Var í illu skapi, vildi losna við greinina og komast út. . .