Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 74
58
EIMREIÐIN
riðu buitu í smáhópum. Mér fannst lífið tæpast veruleiki í
allri þessari dýrð og tilbreytingu. Ég liafði hvað eftir annað
sofnað, þar sem ég sat. Að rúminu mínu komst ég auðvitað
ekki, allt var fullt af fólki. Ég hafði fengið ljúffenga kirsi-
berjasaftblöndu að drekka, en var samt óglatt. Loksins komst
ég upp í í'úmið mitt og valt þar út af sofandi í öllum spari-
fötunum.
V.
Ein af stærstu skilaréttum á landi hér var um þessar mundir
Stafnsrétt í Svartárdal. Síðar hafa verið byggðar aukaréttir,
er draga mikið frá þessari stóru rétt. Stafnsrétt stendur á
sléttri grund fremst í Svartárdal í Húnavatnssýslu, örskannnt
frá ármótunum, þar sem Svartá og Fossá koma saman. Einn
bær er fyrir framan réttina, í Fossárdal, og heitir Fossar.
Stafnsrétt er undir hárri, mjög brattri brekku, austan megin
Svartár. Að vestan tekur brekka við upp frá ánni. Dalurinn
er þar þröngur, aðeins djúp skora á milli klettóttra hálsa. —
Þó eru grundir sléttar út frá réttinni.
Réttirnar voru þá einhver helzta skemmtun fólks. Þar hitt-
ust bændur og búalið einu sinni á ári, víðs vegar að, úr tveim
sýslum. Fjöldi kvenna kom og þangað, og krakkarnii fengu
að fara með, ef tíð var góð. — í Stafnsrétt voru hundruð
manna, þúsundir hesta og tugþúsundir sauðfjár, auk hund-
anna, sem voru ótrúlega margir.
Ég hlakkaði mikið til þess að fara í Stafnsrétt, sérstaklega
í fyrsta sinn. Um morguninn var norðangjóstur með hryðjum
og kalsaveðri, en batnaði með deginum. Foreldrar mínir fóru
bæði og fleira fólk að heiman. Vinnumenn voru þrír í göng-
um, tveir í aðalgöngum, en einn í svonefndum heimfjalla-
göngum. — Á leiðinni upp að Kiðaskarði var fólk af öðrum
bæjum að smábætast í liópinn. Það kom neðan Bug og utan
Efribyggð. — Við Reykjasel hittum við Eyjólf Einarsson á
Mælifellsá og Konráð föðurbróður minn á Ytra-Vatni. Voru
menn nú kátir, er upp í skarðið var riðið í glaða sólskini.
Nú var ég kominn í ókunnan heim, svona langt liafði ég
aldrei komið í vesturátt. Og bráðum átti ég að komast í aðra
sýslu í fyi'sta sinn á ævi minni. Það var eins og ævintýri, og