Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 46
30
EIMREIÐIN
launa fyrir sérstök listafrek eða viðurkenningar til handa
listamönnum, er unnið hafa merkilegt starf, sem megi verða
æskilegt fordæmi. Skuli einnig miðað við það, að verðlaun
þessi eða viðurkenning sé ungum listamönnum eggjun tii
dáða, og hún sé svo ríflega í té látin, að um muni.
Út af tillögum nefndarinnar í heild skal það að lokum
fram tekið, að gott samkomulag liefur ríkt urn störf og niður-
stöður. Nefndin gerði sér far um að samræma ýmis sjónarmið
og hafa það, sem kailazt gæti meðalvegur, en þó orðið fram-
tíðargrundvöllur þessara mála. Vonar nefndin, að tillögur
hennar komist í meginatriðum í framkvæmd í trausti þess,
að þar með reynist skipan listamannalauna öruggari og sann-
gjarnari en verið hefur og ísienzkri list til eflingar og nýrra
sigra og þjóðinni til vegsauka.
Skýringar við einstakar grcinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Nefndin valdi orðið listamannalaun sem heildarheiti þeirra
launa, sem gert er ráð fyrir að þjóðin veiti samkvæmt frum-
varpi þessu, enda var þetta heiti notað í skipunarbréfi nefnd-
arinnar. Þá valdi nefndin orðið listráð, en ekki listarráð, sem
áður hefur verið notað í þeirri merkingu, sem þarna á við.
Um tölu launaflokka, upphæð launa og ákveðin hlutföll
milli lieildarlauna í 2. og 3. flokki réð það sjónarmið, að
óbrotið form, en sem fastast, hentaði bezt, og vel verði gert
við þá listamenn, sem laun Iiljóta hverju sinni. Þessi skipan
hefur í för með sér allmikla fækkun þeirra, sem hljóta árlega
listamannalaun, en með þessu móti er unnt að tryggja, að
meira muni en áður um listamannalaunin, einnig fyrir þá,
sem þau hreppa annað eða þriðja hvert ár.
Það virðist óumdeilanlegt, að þeir listamenn, sem njóta í
hæsta flokki fastra ævilauna, eigi að hljóta, að fenginni slíkri
viðurkenningu, aðstöðu til að búa við sæmilegt fjárhagslegt
öryggi, og liggur sú skoðun til grundvallar tillögu nefndar-
innar um upphæðina í 1. flokki. Var hún og ákvörðuð með
hliðsjón af þeim lieiðurslaunum. sem Alþingi sjálft hefur sam-
þykkt á fjárlögum til tveggja rithöfunda.
Vegna þess, að allir viðurkenndir listamenn þjóðarinnar