Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 61

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 61
GRÓZKAN í BÓKMENNTUM FÆREYINGA 45 í Færeyjum og í henni margt gáfaðra manna og listhneigðra. Hið unga skáld er fjarskyldur ættingi þjóðskáldanna H. A. ójurhuus og J. H. O. Djurhuus, sem munu kunnastir fær- eyskra ljóðskálda hér á landi. Oliver Djurhuus var fiskimaður, og á unglingsárum sínum stundaði Tumrnas Djurhuus sjó, var til dæmis þrjú sumur á íslandsmiðum. En hugur hans stóð til mennta og skaldskap- ar» og hann tók stúdentspróf í Þórshöfn árið 1946. Síðan fór hann til Kaupmannahafnar og hugðist stunda nám við há- skólann. En hann skorti fé, og honum þótti vandséð, hve hugurinn yrði fastur við fróðleiksiðkanir og fræðistörf, og tók hann þann kostinn í Kaupmannahöfn að kynna sér sem bezt fagrar bókmenntir ýmissa þjóða og þá einkum ljóðlistina ~~ og stefnur og strauma í andlegu lífi. Hann las þá meðal annars íslenzk ljóð og varð vel að sér í kveðskap þeirra Davíðs Stefánssonar og Tómasar Guðmundssonar. Hann hvaif síðan heim til Færeyja og tók þar kennarapróf. Nú er hann kennari við Fœröernes mellem- og realskole. Mest kunnir hér á landi allra færeyskra skálda eru sagna- skáldin, sem skrifað hafa á dönsku, þeir Jörgen-Frantz Jacob- sen og William Heinesen. Þó að sögur þeirra séu ólíkar að efni, umhverfi og persónulýsingum og Barbara Jacobsens ger- ist á löngu liðnum tíma, en skáldsögur Heinesens séu nú- tíðarsögur, mun samt athugull lesandi taka eftir því, að þessir tveir annars mjög sérstæðu höfundar eiga sér sameiginleg einkenni. Hjá báðum kemur mjög glögglega fram heillandi sambland sárrar dreymni og rómantísks hugarflugs — og mikils faunsæis á hið frumstæða í manneðlinu, lífsháttum og náttúr- unni, og báðir eiga þeir annars vegar ríka lífsnautn, en á hinu leytinu undrunarblandinn og nijög sterkan ugg gagn vart ögrun dauðans. Við nána athugun færeyskra bókmennta virðist mér, að þarna sé um að ræða einkenni, sem séu sam- eiginleg mjög mörgum færeyskum skáldum, þó að þau birtist í misjöfnum formum, til dæmis komi stundum í stað dreymn- mnar og hugarflugsins mjög sérkennileg og oft á einkenni- legan hátt stílhæfð skopskyggni, — eins og í skáldsögu Heðins Brú, Feðgar d ferð. Ef til vill eiga þessi einkenni rætur sínar að rekja til lands og lífsbaráttu. Færeysk náttúra er í senn

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.