Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 64
48
EIMREIÐIN
færeysku byggðar — hins þrönga, hrjóstr'uga heims, sem svelj-
andi úthafið umlykur, en hann hefur undurnæmt eyra fyrir
háttlausri, en eigi að síður heillandi hrynjandi okkar órólegu
tíma, og í sínum rímuðu, hálfrímuðu eða rímlausu ljóðum
leitar hann liuga sínum fróunar á flugi milli draums og veru-
leika. Mál hans er mjög orðauðugt og ríkt að lit- og hljóm-
brigðum, og þó að það sé raunar á stundum torkilið þeim,
sem ekki hafa til brunns að bera mjög nána j^ekkingu á fær-
eyskri tungu, þori ég að fullyrða, að það dugi honum tii
túlkunar hinum ólíkustu tilfinningum, hugsvifum og hugs-
unum.
Eins og áður er getið og raunar er kunnugt öllum íslend-
ingum, sem fylgjast með á vettvangi bókmenntanna, hafa hin
ágætu sagnaskáld, jafnaldrarnir Jörgen-Frantz Jacobsen og
William Heinesen (f. 1900), skrifað skáldsögur sínar á dönsku.
Danir telja þær til danskra bókmennta, en auðsætt er, að
danskir gagnrýnendur lenda í vanda, þegar þeir þurfa að vísa
þessum höfundum til sætis á bekk danskra skálda. Enda er
það sannast mála, að andinn í skáldsögum þeirra er ekki síður
ódanskur en umhveríið, persónurnar og það líf, sem lýst er.
Þrátt fyrir það, þótt þeir Jacobsen og Heinesen hafi ritað
bækur sínar á dönku, eru þeir fyrst og fremst færeysk skáld,.
og það má heita furðulegt, að slík smáþjóð sem Færeyingar
eigi samtímis tvo slíka rithöfunda.
En Færeyingar eiga nú tvö veigamikil sagnaskáld, sem skrifa
á færeysku. Það eru þeir Heðin Brú og Martin Joensen. Heðin
Brú er dulnefni. Skáldið heitir H. J. Jacobsen. Hann er
kunnur hér á landi fyrir skáldsöguna Feðgar á ferð, en liann
hefur skrifað fleiri sögur. Ég hef lesið eftir hann mjög góðar
smásögur og stóra skáldsögu, sem kom út í tveimur bindum.
Heitir annað Lognbrá og hitt Fastatökur. Þessi skáldsaga hef-
ur verið þýdd á ýmsar þjóðtungur, og lýsir hún vel lífi Fær-
eyinga á sjó og landi, en er ekki jafnsérkennileg og Feðgar
á ferð. Martin Joensen hefur gefið út smásagnasafn, sem ég
hef ekki séð, en skáldsöguna Fiskimenn hef ég lesið. Hún
kom út í Þórshöfn árið 1946. Lesandanum finnast gjarnan
fyrstu kaflarnir nokkuð yfirbragðslitlir, en brátt rætist úr, og
lesandinn kemst að raun um, að þarna hefur hann fyrir hitt