Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 60
Gró^kan í kókmenntum Færeyin^a eftir Guðmund Gíslason Hagalín. 1. Fyrir nokkrum árum fékk ég senda nýja færeyska ljóðabók. Hún heitir Ung lög og höfundur hennar T. N. Djurhuus. Ég las bókina og þóttist sjá, að þarna væri á uppsiglingu nýtt færeyskt ljóðskáld, sem líklegt væri til að láta að sér kveða. Mikil mál- og rímleikni, næm skynjun á fegurð og tign fær- eyskrar náttúru, dreyminn, viðkvæmur og fleygur skáldhugur og djúp lífsnautn, samfara næmri tilfinningu fyrir ógnum dauða og tortímingar. Það varð ekki úr, að ég skrifaði um þessa bók, en svo kom að því, að mér barst önnur frá sama skáldi. Hún heitir Grein- ar og er gefin út í Þórshöfn árið 1955. Þá er ég hafði lesið þessa bók, þótti mér úr því skorið, að þarna hefðu Færey- ingar eignazt nýtt góðskáld, og ég ákvað að láta verða af því að geta bókarinnar og afla mér upplýsinga um höfund hennar, svo að ég gæti kynnt hann að nokkru íslenzkum lesendum um leið og skáldskap hans. Tummas N. Djurhuus er fæddur í Kollafirði á Straumey, skammt fyrir norðan Þórshöfn, 11. maí 1928, sonur Olivers Djurhuus og konu hans Önnu Sofíu. Hún er af ætt hins fræga Nolseyjar-Páls, en hann er kominn í beinan karllegg af hinu þjóðlega sögu- og danskvæðaskáldi, Jens Christian Djurhuus (1780—1860), sem orti hin kunnu kvæði Ormurinn langi, Sig- mundar kvœði yngra og Leifs kvœði Össurarsonar. Sonur hans var skáldið Jens Hendrik Djurhuus, höfundur kvæðisins Götu- skeggjar. Öll þessi kvæði lifa á vörum Færeyinga enn í dag og eru sungin fyrir dansi. Djurhuusættin er mjög fjölmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.