Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 33
MAÐUR VIÐ FÆTUR ÞÉR
17
aðeins vekja svolitla athygli á því. Ég er að braska í þessu
sjálfur. .
Hann sat hjá mér góða stund.
»»Ég hef í raun og veru ekki lifað fyrir annað en tónlist,
síðan ég var barn,“ sagði hann. „Þegar ég var átján ára, keypti
ég mér kassaorgel, og það var flutt á klakk heim í sveitina
mína. Ég er alltaf að semja lög. Ég heyri stefin fyrir eyrum
ntér alltaf og ætíð. . . Ég hef aldrei fyrr sent neitt frá mér,
en góður maður, þekkt tónskáld, sá þetta hjá mér og hjálp-
aði mér til að velja. Það er honum að kenna, að ég hef ráð-
lzt í þetta. Ég skrifa niður stefin á daginn við vinnuna og
vinn svo úr þeim á kvöldin. Síðustu árin hefur mér gengið
Verr en áður. Áður sat ég við gluggann minn og sá upp í
himininn. Svo var reist hátt steinhús við gluggann minn. Nú
se ég aðeins í gráan og kaldan steinvegginn. Það er eins og ég
hafi tapað sjóndeildarhringnum. .. Ég á heima í Skuggahverf-
tnu, ég á heima í Söllukoti, keypti það um aldamótin. .. Við
erum þar hjónin, og ég á enn litla orgelið mitt, hef aldrei
eignazt annað. . .“
Hann var svo bljúgur þarna sem hann sat gegnt mér, að ég
fyrirvarð mig fyrir sjálfan mig, fannst ég allur smækka. Ég
sá nú herkjur um sakleysislegan meyjarmunninn.
»»Ég er aðeins verkamaður," sagði hann. ,,Ég ætti ekki að
v'era að fást við svona lagað.“
>»Ég hef lítið vit á tónlist,“ sagði ég. „En má ég heimsækja
þig einhvern tíma? Viltu leika fyrir mig lög eftir þig á litla
°rgelið?“
»,Já,“ sagði hann, „en það er orðið garmur. Það hæfir ekki
menntuðum mönnum.“
„Ég er ekki menntaður maður.“
„Nú?“ sagði hann. Mér virtist hann ekki skilja mig.
„Nei,“ sagði ég.
Þá kinkaði hann aðeins kolli og virtist verða fjarhuga, en
svo leit hann upp og sagði, og það bjarmaði fyrir brosi í
augnakrókunum:
„Ég hef legið á hnjánum um allar götur hérna í borginni,
°g margar nótur hef ég krotað á hellurnar mínar. Ég hef
samið nokkur lög upp úr fótataki mannanna. Langar þig til