Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 62
46 EIMREIÐIN töfrandi fögur og hrollvekjandi að hrikaleik, hrjóstrug og furðuleg að gróðursælli mildi, og í lífsbaráttunni gætir mjög öfga, dvalakenndrar og draumlokkandi biðar og ákafs spenn- ings og djúprar útlausnar í baráttu við brotsjóa og björg — með ógnun dauðans yfirvofandi, — fátæktar — jafnvel ör- birgðar — og sárra vonbrigða, sem skiptast á við höpp og gnægð. T. N. Djurhuus er þarna engin undantekning. Hann er gæddur skörpu raunsæi, sem helzt í hendur við ljúfsára dreymni og rómantískt flug, lífsnautn hans er mjög rík, en ekki síður hrollurinn, sem vitundin um fallvaltleik alls hins fagra og yndislega vekur, og undrunin yfir gátu lífs og dauða er svo að segja hvarvetna sá undirstrengur, sem ómar í huga lesandans, þegar hann hugsar til þessara ljóða að lestri lokn- um. Ég er því miður ekki nógu vel að mér í færeyskri tungu til þess að vera bær að dæma um, hve hnitmiðuð sé smekk- vísi höfundarins um orðaval og blæbrigði, en hins vegar skynja ég, að mál hans er fjölbreytt, mjúkt og sterkt til skiptis, ríkt að litum og hljómrænum tilbrigðum, og víst er um það, að stílblærinn er stórum persónulegri á síðari bókinni en hinni fyrri. Færeyskir ritdómarar telja sig sjá móta fyrir áhrif- um ýmissa annarra skálda — meðal annars þeirra Davíðs og Tómasar, en að mínum dómi er þar ekki öðru til að dreifa en sameiginlegum einkennum norræns skáldskapar á öðrum fjórðungi þessarar aldar. Hin einu persónulegu áhrif, sem ég tel mig verða var við í hinni síðari ljóðabók T. N. Djur- huss, eru frá Nis Petersen, sem hinn ungi Færeyingur er auð- sjáanlega andlega skyldur, þó að hvor um sig sé gildur fulltrúi náttúru og menningar síns lands og sinnar þjóðar. Ég fæ ekki séð, að áhrifin frá skáldskap Nis Petersens falli nokkurn tíma utan við þá umgerð, sem er eðlileg og samræm persónuleika hins færeyska skálds. Þó að persónulegar tilfinningar skáldsins komi oftast fram í kvæðum hans, stundum sem ódulinn eldur á arni hugans, en oftar sem launheit glóð undir felhellu, eru þau yfirleitt mjög myndræn, og á því er mikill rnunur, hve myndirnar eru persónulegri í síðari bókinni og hið myndræna betur sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.