Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 90

Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 90
74 EIMREIÐIN þessa, verður orðið þarflítið að gefa út bækur. Nefndin hefði átt að skýra lesendum frá þeim sjónar- miðum, er til grundvallar lágu gerð bókarinnar. Hefðu lesendur þá fremur en nú er, haft aðstöðu til að meta, hversu tekizt hefði. Vil ég nú minnast lítils háttar á einstaka höfunda og sögur þeirra, en þessir höfundar eiga sögur í bók- inni: Einar H. Kvaran, Guðm. Frið- jónsson, Jón Trausti, Kristín Sig- fúsdóttir, Þórir Bergsson, Jakob Thorarensen, Friðrik Á. Brekkan, Helgi Hjörvar, Halldór Stefánsson, Guðm. Gíslason Hagalín, Davíð Þorvaldsson, Kristmann Guðmunds- son, Vilhj. S. Vilhjálmsson, Sigurð- ur Helgason, Stefán Jónsson, Þór- leifur Bjarnason, Guðmundur Dan- íelsson, Sigurður Magnússon, Jón Dan, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Jón Óskar, Thor Vilhjálmsson, Indriði G. Þorsteinsson, Jóhannes Helgi og Ásta Sigurðardóttir. Eáum árum eldri en E. H. Kvar- an var Þorgils gjallandi, en smá- sögur hans birtust sumar eftir alda- mótin, þar á meðal Heimþrá árið 1909. Hlýtur það að vekja furðu, að Þorgils skyldi ekki þykja liðtækur í þetta safn. Mætti sama segja um ýmsa eldri og yngri höfunda, og skipta þeir tugum, — um svo'auðug- an garð er að gresja í íslenzkri smá- sagnagerð. Saga Guðmundar Friðjónssonar er sæmilega valin. Þó orkar ekki tví- mælis, að hann á betri sögur, ein- faldari að gerð og sterkari. Betri eru Geiri húsmaður og Gamla hey- ið, raunsannar þjóðlífsmyndir. Val á sögu Þóris Bergssonar, Flug- ur, sem er ein af nýrri sögum höf- undar, hefur tekizt allvel, þó að aðaleinkenni þeirrar sögu, til við- bótar því að vera verulega vel gerð, sé, hversu óíslenzk hún er að öllu leyti, eða ef til vill væri réttara að segja alþjóðleg. — Það er árátta á sumurn mönnum að telja það tíl höfuðkosta smásagna, að ekki gæti þjóðernis eða séreinkenna þeirra, Slíkt er umdeilanlegt. Ég tel það fremur rýra gildi sögu, ef nokkuð væri, að hún gæti allt að einu verið þýdd úr hvaða menningarmáli sem vera skal, ef aðeins væri breytt td hæfis þeim örfáu nöfnum, er fyrir koma í sögunni, — en þannig er þessari sögu farið. Annars er hún tæknilega fullkomin, en það var líkt og sjálfgerðara og lá meira í augum uppi handbragðið, sem gerði sumar eldri sögur höf. jafn- vinsælar og líklegar til langlífis og rök benda til, sbr. Stökkið og fleiri sögur frá þeim tíma. — Við lestur þessarar sögu Þóris, datt mér í hug saga Björns Austræna, Flugur, og er mér ekki grunlaust, að þá sögu hefði nefndin ef til vill látið ólesna. Val á sögu Jakobs Thorarensen, Forboðnu eplin, hefur tekizt með ágætum, þó erfitt sé að greina á milli nokkurra snjöllustu sagna lians. Eftir Halldór Stefánsson hafa þeir valið söguna Liðsauki. Sögu þá telur Kristinn Andrésson snjall- asta af sögum Halldórs. Það er þunnildis tendenssaga, gerð eftir forskrift, sem þegar er farin að verka gamaldags, enda er þar ekki fyrir hendi sá samruni höfundar við persónur og umhverfi sögunn- ar, sem er undirstöðuatriði sannrar listar. Eftir Guðmund Gíslason Hagalin hefur sagan Móðir barnanna orðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.