Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 57
VEGIR GUÐS ERU ÓRANNSAKANLEGIR 41 ina til mín. Hönd mín luktist þykkum og hlýjum lófa. Gam- all maður og lítill drengur gengu heim til bæjar. Fóstri minn hélt áfram. — Hann dó úr lungnabólgu, hann Sigurður. Hann ofkæld- ist við að bjarga sauðunum frá Hvoli af flæðiskerjum í vik- unni, sem leið. Það var ekki við því að búast, að hann þyldi að fá lungnabólgu í þriðja sinn, eins og hann var orðinn mæð- inn og farinn,-----en það var gott, að hann fékk að deyja, úr því svona fór með hann Ásbjörn,------já, mér þótti vænt um það. — Er hann Ásbjörn ekki kominn? sagði ég og kippti í hendi fóstra míns. — Onei væni minn, sagði hann þreytulega. Hann fóist á skipi á leið til vígvallanna, trúi ég. Bréfið kom heim að Bár, úaginn sem Sigurður dó. Ég losaði höndina úr lófa fóstra míns á hlaðinu. Hann gekk í bæinn. Hann Sigurður í Bár var dáinn, Sigurður vinur minn, og hann fékk ekki að sjá Ásbjörn áður en hann dó, - að sjá Ásbjörn, hann var dáinn líka, Ásbjörn kæmi aldrei, og ég sæi Sigurð aldrei aftur, en það var þó gott, að hann lékk bréf- ið frá Ásbirni, — bréfið var ekki frá Ásbirni, og hann As- hjörn var dáinn og Sigurður kæmi aldrei aftur til okkai. Sig- urður vinur minn var dáinn, og fóstri hafði sagt, að sér þætti vænt um það, en Sigurður hann var vinur fóstra míns, — því sagði fóstri minn þetta, hann hafði sagt, að honum þætti vænt um, að Sigurður væri dáinn. Það var andstyggilegt, hann fóstri var vondur maður, það var skrýtið, að ég skyldi ekki hafa fundið það fyrr, það var vondur maður, sem sagði, að jrað væri gott, að Sigurður fékk að deyja, Sigurður vildi ekki deyja, hann vildi fá að sjá Ásbjörn, ég hafði heyrt hann segja það, en Ásbjörn var dáinn líka,----en ég vil fá að sjá hann Sigurð, taka í höndina hans, heyra hláturinn hans, — þetta hlaut allt saman að vera vitleysa, þetta gat ekki átt sér stað. Steinarnir í skemmukampinum voru hrufóttir, en þeii voru hlýir af brennandi sól, og úr holum þeirra og mosatóm lagði þekkan ilm. Loftið var blátt, og á himinsjónum voru skýja- flotar á leið sinni út yfir dalinn. Lindirnar niðuðu, og lóan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.