Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 58
42 EIMREIÐIN sendi stakan tón út í sólbirtu hallandi dags. En drenghnokk- inn, er stóð á stéttinni við kampinn og fitlaði við gamalkunn- uga steina vissi ekki þetta, fann það ekki, — vinur hans var dáinn.-----Allt var kalt og ljótt og hann var einn, einn, al- einn. Ótal hugrenningar þutu í gegnum liann. — Það átti að jarða Sigurð á laugardaginn. — Allar þessar hugsanir fylltu brjóstið, og honum varð þröngt innvortis. Hrollkennd- ur kippur fór um herðarnar. Hann leit í kring um sig. Hann var einn. Hvergi var skjól. Hvert var hægt að flýja? Var eng- inn staður til, þar sem lítill drengur gat verið einn, þegar allt var svona þröngt og kalt? Hann hljóp norður bæjarhólinn, í skútanum í Náttmálaklöppinni var hæli, — þar sem gullin hans voru geymd, gimburskeljar frá Bár. Og tíminn nam staðar. Vitundin varð eitt augnablik kæf- andi trega, sem aldrei leið, en skyndilega leystist upp í höfg- um ekka. Drengurinn fann hendur fóstra síns taka um sig, og hann var reistur á fætur. — Þú ert vondur. — Hvað ertu að segja, góði minn? — Þú ert vondur, þú sagðir, að það væri gott, að hann — liann Sigurður skyldi deyja. — Það var þögn. — Fóstri hans ræskti sig. — Hönd strauk yfir koll og klappaði á öxl. — Já, ég sagði það víst, góði minn, — af því að mér þótti vænt um hann Sigurð. Það er erfitt að bíða, fyrir þá, sem einskis hafa að vænta, — og drengurinn hans Sigurðar var dáinn. — Nú þarf ékki Sigurður okkar að syrgja Ásbjörn sinn, heldur gleðzt með honum hjá guði. Slík er hans aðferð, þannig er guðs handleiðsla. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Þú skil- ur það ekki núna, en þegar þú ert orðinn stór, vinur minn, þá muntu einmitt finna í því öryggi og von. Þú munt þá finna huggun og styrk í því, að hans leiðir verða ekki séðar eða útreiknaðar. — í því felst helftin af dásemd lífsins, dreng- ur minn. — í vissunni um órannsakanlega vegu drottins, sem þó hljóta að leiða í farsæla höfn, þegar liðin er nótt allra nátta.-------Nú þurfum við ekki að hryggjast með honum Sigurði vegna þess að Ásbjörn skyldi deyja, — heldur getum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.