Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 58
42 EIMREIÐIN sendi stakan tón út í sólbirtu hallandi dags. En drenghnokk- inn, er stóð á stéttinni við kampinn og fitlaði við gamalkunn- uga steina vissi ekki þetta, fann það ekki, — vinur hans var dáinn.-----Allt var kalt og ljótt og hann var einn, einn, al- einn. Ótal hugrenningar þutu í gegnum liann. — Það átti að jarða Sigurð á laugardaginn. — Allar þessar hugsanir fylltu brjóstið, og honum varð þröngt innvortis. Hrollkennd- ur kippur fór um herðarnar. Hann leit í kring um sig. Hann var einn. Hvergi var skjól. Hvert var hægt að flýja? Var eng- inn staður til, þar sem lítill drengur gat verið einn, þegar allt var svona þröngt og kalt? Hann hljóp norður bæjarhólinn, í skútanum í Náttmálaklöppinni var hæli, — þar sem gullin hans voru geymd, gimburskeljar frá Bár. Og tíminn nam staðar. Vitundin varð eitt augnablik kæf- andi trega, sem aldrei leið, en skyndilega leystist upp í höfg- um ekka. Drengurinn fann hendur fóstra síns taka um sig, og hann var reistur á fætur. — Þú ert vondur. — Hvað ertu að segja, góði minn? — Þú ert vondur, þú sagðir, að það væri gott, að hann — liann Sigurður skyldi deyja. — Það var þögn. — Fóstri hans ræskti sig. — Hönd strauk yfir koll og klappaði á öxl. — Já, ég sagði það víst, góði minn, — af því að mér þótti vænt um hann Sigurð. Það er erfitt að bíða, fyrir þá, sem einskis hafa að vænta, — og drengurinn hans Sigurðar var dáinn. — Nú þarf ékki Sigurður okkar að syrgja Ásbjörn sinn, heldur gleðzt með honum hjá guði. Slík er hans aðferð, þannig er guðs handleiðsla. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Þú skil- ur það ekki núna, en þegar þú ert orðinn stór, vinur minn, þá muntu einmitt finna í því öryggi og von. Þú munt þá finna huggun og styrk í því, að hans leiðir verða ekki séðar eða útreiknaðar. — í því felst helftin af dásemd lífsins, dreng- ur minn. — í vissunni um órannsakanlega vegu drottins, sem þó hljóta að leiða í farsæla höfn, þegar liðin er nótt allra nátta.-------Nú þurfum við ekki að hryggjast með honum Sigurði vegna þess að Ásbjörn skyldi deyja, — heldur getum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.