Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 37
LAUN ÍSLENZKRA LISTAMANNA
21
skóla íslands og menntamálaráð kjósa hvert uin sig til þess
4 menn. Jafnheimilt er þessum aðilum að kjósa fulltrúa utan
sem innan stofnana sinna.
Þessir aðilar tilkynna kosningarúrslit í ábyrgðarbréfi til
ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis, er skipar kjörstjórn
kjörráðs og listráðs ásamt menntamálaráðherra og skrifstofu-
stjóra Alþingis. Óheimilt er kosningaraðilum og kjörstjórn að
láta uppi við aðra, hvernig kosning féll. Ef tveir eða fleiri
kosningaraðilar hafa kosið sama mann eða sömu menn, skal
kjörstjórn úrskurða, hvaða aðili eða aðilar endurkjósi, unz
kjörráð er fullskipað. Kjörstjórn sendir í ábyrgðarbréfum til-
kynningar þeim, sem til kjörráðs voru kosnir, en þeir séu
bundnir um það þagnarskyldu. Ef einhver þeirra eða ein-
hverjir hafna kjöri, skal sá aðili, er að kosningunni stóð, end-
urkjósa, unz kjörráð er endanlega fullskipað.
Hver hinna 12 kjörmanna kýs síðan 12 menn til listráðs
°g sendir ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis atkvæði sín í
úbyrgðarbréfi. Kjörstjórn telur atkvæði. Eru þeir 12 menn
rétt kjörnir til listráðs, sem flest atkvæði hlutu.
Ef jöfn atkvæði liafa fallið á 2 menn eða fleiri, svo að ekki
sé úr því skorið, hverjir fylli tylftina, skal kjörráð kjósa um
þá. Ef þá falla enn jöfn atkvæði á menn sitt hvorum megin
við tylftarmörk, skal kjörráð aftur kjósa um þá. Sé þá enn
ekki úr því skorið, hverjir tylftina fylli, skal hlutkesti kjör-
stjórnar ráða.
Að lokinni kosningu gefur kjörstjórn út kjörbréf þeim til
handa, sem kosnir voru til listráðs. Kjörstjórn gefur einnig
ht opinbera tilkynningu um, hverjir kosningu hlutu til list-
táðs, án þess að geta atkvæðafjölda, hverjir skipuðu kjörráð
°g fulltrúar hverra þeir voru.
3. gr.
Þegar sæti losnar í listráði, skal kosið um mann í það með
sama hætti og frumkosning fór fram. Engan má þó kjósa,
nema hann hafi einhvern tíma hlotið listamannalaun 2.
flokks.
4. gr.
Listamannalaunum 2. og 3. flokks skal úthlutað af 5 manna