Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Síða 72

Eimreiðin - 01.01.1957, Síða 72
56 EIMREIÐIN gekk við afarlangan og sterkan staf eða stöng; broddurinn var mikill og í lagi eins og spjótsoddur. Man ég, að hann sagði, að þetta væri atgeirsstafur, og þótti mér mikið til koma. — Fleiri komu, er flökkuðu, svo sem Helga nokkur; hún var geggjaður aumingi, ekki hættulaus í umgengni. Stefán Helga- son kom aldrei að Mælifelli og ekki Jóhann beri; hann forð- aðist prestsheimili. — Ég sá hann einu sinni á öðrum bæ; hann var góðlegur, gamall maður, hægur og fríður sýnum. — Einn flakkarinn var Guðmundur, ætíð nefndur Gvendur „dúllari". Hann hafði ritað ævisögu sína og las hana upp á hverjum bæ. Ekki þótti mér gaman að henni. Aftur á móti þótti okkur börnunum mjög gaman að heyra hann „dúlla“. En „dúllið“ var eins konar söngur, sem kom fram við það, að tungan var látin slettast upp í góminn með ótrúlegum hraða. Var Gvendur raddmaður mikill, meinlaus maður og gekk í grænbryddum jakka, er ég sá hann fyrst. Á fyrstu árum mínum man ég eftir fólki, sem kom ætíð einu sinni á ári gangandi langar leiðir að. Ekki var þetta kallað flakk; var það nefnt orlofsferðir. — Hjón komu til dæmis ætíð utan af Skaga einhvern tíma síðla vetrar, hlaðin sleifum, stórum og smáum, og öðrum tréílátum, er maður- inn liafði smíðað úr rekavið. Skiptu þau á þessu og sméri, tólg og kæfu, er þau báru heim. Voru það drápsklyfjar, er þau báru báðar leiðir, þegar þau höfðu húsvitjað í sveitinni. Eftir að nýi bærinn á Mælifelli var byggður, voru þar um hríð langbeztu húsakynni í sveitinni. Voru því haldnar þar nokkrar stórveizlur, brúðkaup og erfisdrykkjur, þar sem fjöldi manns var samankominn. Á þeim tímum voru menn einnig boðnir til jarðarfara, og komu ekki aðrir en þeir, sem boðnir voru. Fyrsta brúðkaupsveizla, er ég man eftir, var mjög fjöl- menn. Auk Skagfirðinga voru þar og margir Húnvetningar, því að brúðurin var ættuð þaðan. Komu þeir sumir daginn áður, er langt áttu að sækja. — Heima voru tvö eldhús, annað með stórri eldavél, en hitt með hlóðum. í þetta sinn dugðu þó ekki bæði eldhúsin til matargerðar; hlóð voru sett upp í úthýsi og á þau hinn mikli pottur, sem annars var aðeins notaður við slátursuðu á haustin. Yfir hundrað manns voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.