Eimreiðin - 01.10.1959, Page 31
EIMREIÐIN
269
Elinborg Lárusdóttir.
S1nni. Maðurinn liennar var mesta glæsimenni og var virtur
öllum, sem til hans þekktu.
Alltaf gat hann þess, livar hann var. Þegar hún gerði sér
Það ljóst, að hún hlaut að missa hann, leið hún hræðilegar
kvalir. Hún stóðst ekki samkeppnina við hinar yngii. Þung
stuna leið frá brjósti hennar. Hún sneri baki við glugganum og
gekk fram í eldhúsið. Störf sín rækti hún dyggilega. Dag
lyern var góður og nærandi matur á borðum og húsið hreint.
Þegar Þorgeir kom heim í hádegisverðinn, var hún glöð og
minntist ekki á neitt nema bátinn og hvað hún hlakkaði til að
a nýjan fisk, sent hann veiddi sjálfur. „Þú verður víst aflakóng-
Ullnn hérna í þorpinu, eins og vant er,“ sagði hún.
"Hver veit, en hinir hafa nú róið í viku. Það munar um
rninna. En nú er báturinn eins og nýr,“ sagði Þorgeir um leið
°g hann reis úr sæti og fór aftur til vinnu.
Jórunn liorfði á eftir honurn. Hann var duglegur maðuiv