Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 32

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 32
270 EIMREIÐIN hann Þorgeir. Það mátti liann eiga. En hún hafði á þessuffl morgni einsett sér að koma í veg fyrir, að hann yrði lijóna- djöfull. Sveinn mátti ekki líða þær kvalir, sem orðið höfðu hennar hlutskipti. Nei, slíkt skyldi aldrei verða. Þegar liún liafði lokið verkunum, bjó hún sig í skyndi- Fór í svartan kjól, lét hatt á höfuðið og dró „slörið" niður l'yrir höku. Síðan gekk hún fyrir spegilinn. Þar birtist mynd af svartklæddri, virðulegri konu, teinréttri. Hún var ánægð- Þorgeir þurfti ekki að skammast sín fyrir hana. Einu sinni þótti hún einhver bezti kvenkostur í sveit sinni, og loðin var hún um lófana, einkum eftir að hún hlaut arfinn. Þá gátu þau byggt húsið og keypt bátinn. En þaö var eins og Þorgeiri fyndist fátt um. Ef minnzt var á arfinn, varð hann þögull og úrillur. Ekki alls fyrir löngu kvaðst hann bráðlega geta endur- greitt henni fé hennar. Hún hafði starað á hann. „Eins og þetta sé ekki allt sameign okkar,“ hafði hún sagt. Elún skildi hann vel. Hann bar engan hlýhug til föður hennar. Réttlátt var það ekki að láta margra ára gremju bitna á henni. Ef Þor- geiri þótit lítið til hennar koma, gat hún látið hann vita, að hún stæði sízt að baki jafnöldrum sínurn hérna í þorpinu- Hún óttaðist þær ekki. Nei, það voru aðeins hinar yngi'E þær, sem enn áttu æskublóma og hita í æðum, þær, sem hlógu og skríktu að engu og öllu. Hún hafði sterkan grun um, að þær verkuðu æsandi á Þorgeir. Áður en hún fór, gekk hún nið- ur í kjallarann og inn í geymsluna. Á einu þilinu hékk stór kippa af svartfugli, sem Þorgeir kom með í gær. Hún ætlaði sér að reyta þá í kvöld. Einhverju varð hún að fórna. Hún tók fjóra fugla, batt þá saman, lokaði hurðinni og gekk út a götuna og í austurátt. Loks nam hún staðar við grænt hús með rauðu þaki. Jórunn gekk upp tröppurnar og drap á dyr- Ragna kom sjálf til dyra. Jórunn lieilsaði henni með lianda- bandi. Ragna tók kveðju hennar, en hún virtist verða dálítið hissa á að sjá hana. Þótt mennirnir þeirra ættu bátinn saman og væru góðir vinir, þekktust þær ekki neitt náið. „Gerðu svo vel að ganga inn,“ sagði Ragna. Jórunn gekk inn í anddyrið og rétti um leið Rögnu svart- fuglana. „Ég liélt kannske, að ykkur Sveini væri nýnænii á þessu.“

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.