Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Page 33

Eimreiðin - 01.10.1959, Page 33
EIMREIÐIN 271 .,Þú ert þó ekki að færa mér þetta, bara svartfugi. Hann höfunr við ekki bragðað á þessu vori.“ Ragna brosti og gekk með fuglana inn í eldhús. jórunn gekk í humátt á eftir henni. „Lofaðu mér að koma í eldhúsið. Ég ætla ekki að tefja lengi, 1T1;l ekki vera að því.“ „Jæja, fáðu þér þá sæti við eldhúsborðið. Ég er enga stund að hella á könnuna. Það verður nýnæmi að éta þessa fugla.“ „Þú átt það víst að mér fyrir alla kaffibollana, sem hann Þorgeir minn drekkur hjá þér.“ „Blessuð minnstu ekki á það. Eg færi Sveini hvort eð er. Það munar engu, þótt hann drekki líka.“ „Það eru víst ótaldir kaffibollarnir, sem komnir eru ofan í hann Þorgeir, bæði Iiér við eldhúsborðið og inni í dagstof- Unni, þegar Sveinn er ekki heima.“ Ragna starði á Jórunni. „Þú ert þó ekki að drótta því að nier> að ég sé að daðra við manninn þinn?“ „Hvað veit ég. Vel kom ykkur saman í fjörunni í morgun. hað sá ég, og nokkrar ferðir hefur hann gert hingað. En það öet ég sagt þér, að þú ert ekki sú eina. Mér bregður ekkert Vlð- En Sveinn er of góður maður til þess að vera dreginn á talar. Sveins vegna vona ég, að þú hættir að brosa og hlæja og dilla þér í lendunum framan í hann Þorgeir. Mín vegna gerir þetta ekkert til. En það er Sveinn — og svo er Þorgeir aum- lnginn svo veikur fyrir.“ Meðan Jórunn talaði, hélt Ragna áfram að stara á hana. Augu hennar lýstu í senn reiði og undrun. „Dettur þér í hug að mér lítist vel á Þorgeir," spurði hún og horfði ógnandi a Jórunni. „Hann segir það sjálfur. Verst að þið leikið þetta svo blygð- Unarlaust frammi fyrir Sveini, og mér liggur við að segja öll- Urn> Sein fram hjá ganga og opin hafa augun. í morgun mátti chki á milli greina, hvor þeirra var maki þinn.“ „Svo hann segir þetta sjálfur. Hann er þokkalegur. Nei, Pott hann væri eini karlmaðurinn í þorpinu, mundi ég ekki !ta Vlð honum, jafnófélegur og hann er, hvar sem á hann er itið. þag ska][U segja honum.“ „Þorgeir hefur alltaf þótt myndarlegur maður,“ sagði Jór-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.