Eimreiðin - 01.10.1959, Síða 38
276
EIMREIÐIN
eitthvað meir en lítið þjakaði konuna og að bóndi liennar
var orsök í því á einhvern hátt. Hún var hreint ekki viss um,
að hún væri rugluð, þótt tal hennar væri undarlegt. Hana
langaði til að lijálpa henni. Hún reis úr sæti og færði sig upp
í sófann til hennar og talaði til liennar.
Jórunn grét látlaust og svaraði engu fyrst í stað. Loks varð
gráturinn að þungum, sogkenndum stunum, eins og hún væri
að missa andann. Læknisfrúin vissi, að hið versta, var af-
staðið. Þarna var eitthvað, sem safnazt hafði fyrir, en þurfti
að fá útrás. Þetta virtist vera sárþjáð kona. Frúin gat ekki
unað því, að hún færi svona hrygg frá henni. Hún fór nú að
tala við hana, sagði, að sig langaði til að skilja hana og tók að
spyrja um heimilislífið og sambúð þeirra lijóna. Grátur Jór-
unnar sefaðist loks, svo að hún gat svarað frúnni nokkurn
veginn skilmerkilega. Hún fann, að frúnni gekk gott eitt til.
og var henni þakklát fyrir nærgætni liennar og umhyggju-
Hún var svo hrygg og særð, að hún vissi ekki, ltvað hún átti
af sér að gera. Eins og komið var, stóð henni á sama, þó að
frúin vissi allt um hagi hennar.
Jú, heimilislífið var friðsamt. Aldrei rifrildi né úlfúð. E*
hún var lasin, lét Þorgeir sér annt urn hana og var þá ölluiR
stundum heima. Það var aðeins eitt, sem liafði þjáð hana, hve
öllu kvenfólki leizt vel á Þorgeir, og auðvitað hafði liún tru-
að honum.
Eftir að hafa létt á hjarta sínu, varð henni hughægra, þ°
sárskammaðist hún sín fyrir að trúa ókunnri konu fyrir leynú-
armáli sínu.
Þær sátu hljóðar um stund. Svo tók frúin að spyrja um til-
hugalíf þeirra, Þorgeirs og hennar, og hvar og hvenær þaU
hefðu kynnzt.
Jórunn gaf greið svör. Þorgeir liafði verið kaupamaðui
hjá föður hennar. Hún var þá átján ára. Þau felldu strax hug1
saman. Föður hennar féll vel við Þorgeir. Hann var góðu1
sláttumaður og góður verkmaður. En er gamli maðurinn
komst að samdrætti þeirra, sneri hann við blaðinu. Þorge11
var kominn af fátæku fólki og alinn upp á sveitinni. Faðu
liennar kallaði hann sveitarlim og lét hann óspart skilja, a
hann væri enginn maður handa dóttur sinni. Verst var, a