Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Page 47

Eimreiðin - 01.10.1959, Page 47
EIMREIÐIN 285 hann þegar við, fann drenginn og kornst með hann og nautið hlakklaust heim. Frekar mun hafa verið fáförult á Hávarðsstöðum að jafn- aði. í göngunum var þar þó gestkvæmt. Voru þau Jón og Olöf leitarmönnum haukar í horni, enda létu þeir þau njóta þess á ýmsan liátt. Jón hafði ákaflega gaman af gestakomum. Er Jóhanni syni hans minnistætt, hve gestum varð skrafdrjúgt við Jón á Há- varðsstöðum. Hann ætlaði aldrei að sleppa þeim, ef þeir voru honum að skapi. Hlýleika Jóns í garð Friðriks Guðmundsson- ar má ráða af vísum þeim, sem áður voru birtar um hann. Annar mikill vinur Jóns var Sigurður Jónsson, fyrr á Brim- nesi, síðar í Hlíð. Hann var og hagmæltur. Skiptust þeir á hvæðum og vísum og báru hvor undir annan. Sigurður sat stundum vikutíma eða svo hjá Jóni, sér og honum til skemmt- Unar. Enn má nefna Einar Gudjohnsen, lækni á Vopnafirði, en þeir Jón voru tryggðavinir. Þegar Einar lézt, orti Jón um hann hlýleg erfiljóð. Afesti lærdóms- og gáfumaður, sem lieimsótti Jón, var án eha dr. Helgi Pjeturss, er kom einu sinni í Hávarðsstaði, Jreg- ai Jón bjó Jiar. á'arö dr. Helgi mjög hrifinn af þessum sjálf- menntaða bónda. í bréfi, sem dr. Helgi skrifaði séra Páli hfjaltalín á Svalbarði, fórust lionum orð um Jón eitthvað á ha leið, að liann hefði óvíða fyrir liitt jafnskýran mann á öll- Urn sínum ferðum, og það svo langt inni í afdal. Einnig skrif- f1 dr- Helgi grein um Jón, þar sem hann gerir samanburð á avarðsstaðaljóndanum og Stephani G- í henni segir m. a. '^Vo: „Það Jrurfti ekki lengi að tala við Jón til að finna, að ann er skáld, mælskan mikil, og undraðist ég, hvaðan þess- Urn heiðabónda, sem lengst af hefur barizt áfram vinnumanns- aus a erfiðri jörð, kæmi slík orðgnótt.“ Einu sinni sem oftar kom Jón í Ytra-Áland til Hjartar ePpstjóra, föður séra Hermanns á Skútustöðum og þeirra systkina. Þar var Jóni sagt frá því, að blað á Akureyri Jiefði heðið um botna við Jrennan vísulielming: Þráfalt báran þrauta rís, þjakar mínu lyndi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.