Eimreiðin - 01.10.1959, Side 48
286
EIMREIÐIN
Matthías Jochumsson hafði m. a. ljotnað, sem hér segir:
Hrynji ein, er önnur vís,
ýmsum knúin vindi.
En ekki hafði Jón lieyrt botn Matthíasar. Var nú skorað á
Jón að spreyta sig og prjóna neðan við byrjun vísunnar. Það
gerði liann innan skamms á þessa leið:
Falli ein, er önnur vís
af örlaganna vindi.
Er athygiisvert, iivað botnar Jóns og Matthíasar eru líkir að
efni, j)ar sem hvorugur vissi um hinn. Getur nú liver, sem
vill, um það dærnt, hvorum betur tókst, þjóðskáldinu Matthí-
asi eða bóndanum úr Þistilfjarðarheiði.
Jón Samsonarson var ákaflega listrænn maður að eðlisfari.
Auk skáldskaparins, sem lionum var mjög tiltækur, liagmælsk-
an alveg fljtigandi, lék hann prýöilega á fiðlu og gleymdi ser
alls hugar við sönglist.
Þó að Jón teldi Hávarðsstaði „happasetur", eins og hann
komst að orði í sóknarvísunni, varð hann jjar fyrir óhöppum-
Árið 1906 léll nálega allt féð. Eluttist þá fjölskyldan út í
Hvamm. En þar festi Jón ekki yndi um sinn og fór aftur bú-
íerlum í Hávarðsstaði árið eftir. Þar bjó hann með fjölskyldu
sinni, Jrangað til bærinn brann 1911 og með lionum allt inn-
an stokks, þ. á m. kvæðasyrpa Jóns og önnur handrit lians. Þa
fóru Hávarðsstaðir í eyði, en Jón og l'ólk hans fluttist alfarið
iút í Hvamm. Bjó hann Jrar eitt ár. Lét síðan búið í hendur
Jóhanns sonar síns og var hjá honum til dauðadags, 1917.
Með Jóni Samsonarsyni féll í valinn merkilegur fulltrui
menningar, sem er horfin og kemur aldrei aftur, a. m. k. ekki
í sömu mynd; hæfileikamaður, er sameinaði Jrrotlausa bar-
áttu fyrir brauði sínu og sinna og ódrepandi andlegt fjör við
hin örðugustu skilyrði. Hann var greiðamaður við gesti og
nágranna, en jafnframt gáfnaljós sveitar sinnar og héraðs, eins
•og hann sýndi bezt á Jnjóðhátíðinni aldamótavorið.
Ætla má, að Jón liafi verið orðinn Jneyttur eftir harða lífs-
baráttu og dáið saddur lífdaga, enda blindur síðustu árin.
Það á víst einkar vel við Jón Samsonarson, lífskoðun sam-