Eimreiðin - 01.01.1961, Page 13
Janúar—april 1961 - 1. hejli - LXVII. (ir
EIMREIÐIN
Sæmundur fróði
í sögu og sögnum
Eftir
Þorstein M. Jónsson.
Það var hinn 9. júní 1959, að við Halldór sonur minn stóð-
Uni á götunni framan við Sorbonneháskólann í París. Við höfð-
um komið fyrir tveim dögum til hinnar fögru og sögufrægu höfuð-
borgar Frakklands. Ég hafði aldrei komið þangað áður, og var
nrjög hrifinn af rnörgu, sem ég sá þar, og margir atburðir úr sögu
Frakklands runnu upp í huga mínum, er ég skoðaði þar fræga sögu-
staði og sögufrægar minjar. En nú fann ég til enn meiri Iirifningar,
en nokkru sinni fyrr, á þessum dögum, sem ég var búinn að dvelja
1 París. Ég var kominn þar á sömu slóðir sem einn af frægustu ís-
lcndingum í sögu og sögnum hafði verið á fyrir nærri 9 öldum.
Ég renndi augurn eftir þeim múrvegg Sorbonneskóla, sem að göt-
tmni sneri. Sá ég, að á vegginn voru skráð nöfn fjölda margra heims-
frægra manna, og eitt fyrsta nafnið, er ég festi augun á, var Snorri
Sturluson. Ég vissi að Snorri er þekktastur allra íslendinga meðal
eilendra fræðimanna. En það var þó annað nafn, er ég bjóst ekki