Eimreiðin - 01.01.1961, Side 25
i Samalandi um vor
Eftir
Guðmund Einarsson frá Miðdal.
Ferðalög mín um Lappland
undanfarin ár hafa verið æfintýr-
uni líkust. Á nyrztu slóðum fann
ég fyrst það, sem ég leitaði eftir.
^paka einsetumenn, hirðingja og
völvur. Fólk sem lifði svipuðu lífi
°g á söguöldinni, var gestrisið og
drenglynt, gleymdi aldrei gefnu
loforði.
Fyrir norðan aðalvatnasvæðið
bjó hreinkóngurinn Thuri og fjöl-
sbylda hans, þar sem ég kalla
Áröllabotna. Á svæði þessu, sem er
alíka stórt og ísland, búa síðustu
b'ifar hreinlappa tæplega 3000
Sdlir, ef aðeins eru reiknaðir þeir
sem lifa farandlífi. Þar eru víðast
vegleysur og dýralíf líkt og fyrr-
um, svæði þessi eru ófær með öllu
án fylgdar, nema þá vetrarmánuð-
uðina, þegar vötn og fenjamýrar
eru þakin helluís. Þá geysa þarna
norðaustan stormar og skafrenn-
ingurinn rýkur um hæðadrögin,
eirir engu lifandi. Frostið er líkt
og á heimskautasvæðum, 40 gráð-
ur Celsius er ekki undantekning.
Þá hörfa hreinbúarnir nreð hjarð-
ir sínar til skógarsvæðanna við
vötnin Inari, Ivallo og Teno-ár-
innar. Úlfar, gaupur, skógarbirn-
ir og jarfar, eru einráðir á auðn-